Foreldraheppni
Ég á bestu foreldra í heimi, hér eru þau á góðri stund í sumar með krökkunum í Sommerland. Maður getur verið mis heppinn með foreldra en ég er svo lánsöm að eiga góða foreldra. Snemma í morgun rann bíll í hlaðið með stóran pakka frá ömmu og afa, held ég að krakkarnir eigi eftir að búa til búðing í dag, hvort það verði jarðaberja-, súkkulaði- , vanillu- eða karamellubúðingur það gæti orðið erfitt val. Auðvitað var í pakkanum eitthvað fyrir alla, mamma passar það að enginn verði skilinn útundan, stalst til að lesa í afmæliskort yngstu dóttur minnar og hér skrifa ég þennan pistil með tár í augunum, pabbi þú ert snillingur að koma orðum niðrá blað!!!
Maður segir aldrei of oft við þá sem maður þykir vænt um tilfinningar sínar til þeirra en ég elska ykkur mamma og pabbi!!!
4 Comments:
Ohh já við erum svo heppnar við systurnar. Þau eru bara gullmolar !!!
'O mæ.. ég ættla bara að skrifa aftur. Mamma var að seiga mér að gullmolarnir mínir eru að fara koma í heimsókn. Guð hvað mig hlakkar til, get ekki beðið. Nú verð ég að fara undirbúa einhvern frænku og frænda glaðning, við munum sko bralla margt skemmtilegt. Og ég ættla sko ekki að deila þeim.. eða jú kanski annars fer þeim að finast ég vera leiðinleg.
En úps er ég kanski að kjafta frá??
Nei þú ert ekki að kjafta frá Sylvía mín. Tvö elstu börnin mín eru á leiðinni þann 12. okt í heimsókn til ykkar, þetta var ákveðið í morgun. Hervar veit af þessu og hann er varla á jörðinni, það verður eitthvað þegar ég segi Margréti þetta ætli það eigi ekki eftir að líða yfir hana:) Hún er búinn að tala um það lengi að henni langi svo að hitta frænkur sínar. Þetta verður frábært!!!
Margrét lét sko þokkalega vita af þessu í skólanum!!! ;O)
Ég gæti trúað að bekkjarbróðir hennar væri pínu abbó;o)
Skrifa ummæli
<< Home