Danska lífið

miðvikudagur, september 27, 2006

verkfall.......

Þetta er nú meira ástandið hér í Danmörkinni, hér er verkfall, verkfall og ekkert nema verkfall. Það er búið að vera verkfall á vöggustofunni hennar Elviru síðan á mánudaginn í síðustu viku og í skóladagvistinni hans Hervars síðan á miðvikudaginn í síðustu viku sem þýðir bara eitt að ég hef ekkert komist í skólann og nýjustu verkfallsfréttir segja að það verði lokað fram á miðvikudag í næstu viku allaveganna. Ég er ekkert voðalega ánægð með þetta því að skólinn situr á hakanum þar sem ég næ ekki að mæta, ekki að lesa allt námsefnið og er að missa af 3 daga námskeiði sem ég þyrfti svo að fara á út af prófunum mínum í janúar. Gunni kom snemma heim í dag, það er búið að vera lokað hjá honum í klúbbnum en hann hefur verið í skólanum með krakkana sem hann er með en í dag fóru krakkarnir í verkfall í skólanum, já það gerist líka hér að börnin fara í verkfall!!! Gunni býst við að fara ekki í skólann á morgun þannig að ég ætla nýta tíman í að lesa á meðan hann er heima en vonandi verður hann ekki lengi heima því hann fær ekki borgað fyrir þá daga sem hann er í burtu í vinnunni. Æi þetta er frekar leiðinlegt ástandið hérna á okkur. Annars höfum við það bara voða fínt og krakkarnir orðnir frekar spenntir að fara til Íslands og er talið niður á hverjum degi. Litla skottið okkar skottast hér um og er orðinn hress eftir veikindin, hún er orðin voða dugleg að standa upp og labba af stað og finnst nú bara fyndið þegar hún dettur í gólfið og stendur þá bara upp aftur.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Æ æ bara ástand í skólamálum tekur vonandi fljótt af. En flott nýja síðan vildi geta hjálpað eitthvað en ég er sko frekar léleg á tölvur er samt farin að blogga aðeins með saumaklúbbnum það kemur svona ein færsla frá mér á margra daga fresti frekar léleg í þessu. En það verður gaman fyrir krakkana að koma í heimsókn til landsins væri samt ennþá skemmtilegra að fá ykkur öll. Hafið það gott og gangi þér vel í lærdómnum knús til ykkar allra Lóa

2:09 f.h.  
Blogger Christel said...

Það væri frábært ef við værum að koma öll en Gunni þarf að vinna og ég þarf að nýta tímann í að læra enda veitir ekki af þegar ástandið er svona hjá okkur. Í morgun fór ég með Hervar í skólann og voru þá krakkarnir í skólanum búnir að loka skólanum og enginn komst inn þannig að það eru börnin sem eru í verkfalli í dag.

9:38 f.h.  
Blogger Helga said...

Þetta er nú meira ástandið hjá ykkur. Vonandi leysist þetta fljótt...

Ég get alveg hjálpað þér, þ.e. gefið þér copýað frá minni bloggsíðu hvernig þetta er gert. Reyndi að setja það inn í gær en hann vildi ekki birta það því það voru svo margar html skipanir í textanum. Ertu með email sem ég get sent það á eða þú getur líka reynt að kíkja hjá þér í Template og þar er þetta tiltölulega neðarlega... en settu endilega email og ég sendi þér þetta...

Mér finnst blogger mjög fínt sístem, á ekkert heimagert þannig að þetta nýtist vel svona. Þeir eru líka með help dálk sem hægt er að fá upplýsingar um allt. Ansi hentugt fyrir svona plat tölvukonu.

Kveðja Helga

3:12 e.h.  
Blogger Christel said...

emailið mitt er gunnarsturla@webspeed.dk
Það væri frábært ef þú gætir sent mér ótölvuvæddu konunni þetta Helga mín, hlakka mikið til að hitta þig í næstu viku

6:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Flott síða hjá þér Christel það munar miklu að geta sett myndir inn á bloggið þá verður þetta svo lifandi...Mikið öfunda ég krakkana og passa mig að segja mínum ekki frá þessu því það virðast allir ísl. sem þau þekkja vera að fara heim í vetrarfríinu..... ætla að reyna eftir áramót. En það er nú komin tími á að það fari eitthvað að gerast í þessum verkfallsmálum þarna hinu megin ´þið eigið samúð mína alla

11:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home