Danska lífið

fimmtudagur, apríl 26, 2007

Held barasta að það sé komið sumar!!

Hvað er þetta eiginlega með danina og hunda. Það virðist eins og allir danir þurfa að eiga hunda og þá helst tvo, það er maður hér í hverfinu sem þarf að viðra hundinn sinn á morgnanna og hefur fundið sér þennan fína stað til þess hérna rétt fyrir aftan garðinn hjá okkur. Hann hefur tekið sér göngu með hundinn alltaf á sama tíma rétt yfir sjö og sleppur hundinum lausum og svo stendur maðurinn og smókar sig á meðan hundurinn mígur og skítur eins og hann eigi lífið að leysa og svo rölta þeir í burtu hundurinn og maðurinn og skilja eftir sig sígarettur og þvílíkan hundaskít. Svo fara börnin mín og annarra í hverfinu seinna um daginn og fara og leika sér þarna þar sem sígarettustubbarnir eru í massavís og hundaskíturinn flæðir út um allt (lekkert???). Hvað er í gangi með danina afhverju geta þeir ekki tekið upp skítinn eftir hundana sína, þetta er óþolandi!!!

Að öðrum aðeins skemmtilegri fréttum að þá er búið að vera geggjað veður hérna undanfarna daga og á það víst að halda áfram, hér er grilllykt úr hverjum kofa þegar líður að kvöldmat og maður situr úti á stuttermabolnum. Elvira elskar garðinn og er þar allan daginn, þegar hún vaknar á morgnanna vill hún helst fara út hún nær sér í stígvélin og segir ,,kassi kassi,, og vill þá komast í sandkassann, annars er helgin að mestu skipulögð ég er á leiðinni út í Ry sem er lítill bær ekki langt í burtu frá okkur og er ég að fara með foreldrafélaginu að skoða þennan stað fyrir verðandi ferð okkar þangað með bekkinn hennar Margrétar í júni. Gunni verður hér heima í pössunarstarfi því við verðum með auka tvö börn hjá okkur á laugardag eitthvað ætlar karlinn að gera í garðinum því grasið sprettur og sprettur og arfinn farinn að garga á okkkur. Á sunnudaginn ætlum við að reyna að komast í sveitarúnt og kíkja á nýja húsið hjá vinafólki okkar.

Góða helgi.

12 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já það er komið sumar í danmörku ég verð að taka undir það..... Varðandi hunda-hald og upphirðu hjá dönum er mér óskiljanlegt að öllu leyti.
Danir eru einstaklega stoltir af fánanum sínum og flagga honum við hvert tækifæri. Ég mæli með því að þú skellir þér í búðina og kaupir einn tvo poka af tannstönglafánunum ( eins og maður setur á kökur) og farir svo bara sjálf í göngutúr og stingir einum fána í hvern hundaskít sem þú sérð og þú getur ímyndað þér hvernig er að horfa yfir það þá. - heyrði af einum sem gerði þetta og eftir það sást ekki hundaskítur í næsta nágrenni við húsið hjá honum - (annað hvort hætti fólk að leyfa hundunum að skíta þarna eða hreinlega hirti þetta upp eftir þá, því þá sveið í augun að horfa yfir þjóðarstoltið sitt í þessu hlutverki.

12:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

góð hugmynd Ásta Laufey og bráðfyndinn líka, fer beint í búðina og kaupi FULLT af fánum!!

12:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ha, ha, ha, ég kem með þér í fánaleiðangur Christel mín.... óþolandi þessi hundaskítur....maður þorir ekki að sleppa börnunum sínum lausum á almenningssvæðum vegna þess að fólk getur ekki asnast til þess að setja lortið í poka....

Heiðrún

5:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Góð hugmynd, en þetta er alveg til skammar með þennan úrgang sem svo óheppilegt er að stíga í.... Ég gæti líka ímyndað mér að það væri nóg að setja upp skilti af hundi kúka og strik yfir, ég er svo dönnuð í hugmyndum eins og þið sjáið.

En gangi ykkur vel, þetta er óásættanlegt þar sem krakkarnir eru svona mikið að leika sér úti.

Kveðja í Bögehaven
Helga

6:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

það er eitthvað að kerfinu hérna og ég get ekki bloggað, óþolandi segir ekki samþykkja notendanafnið sem er emailið mitt og svo er ég með aðgangsorð sem gengur alveg þannig að staðan í dag er sú að ég get ekki bloggað og veit ekkert hvað ég á að gera í þessu

9:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ, alveg er ég ónýt því það kemur ekkert frá þér Christel, þú klikkar vonandi á new blogger til að setja inn emailið þitt, þú varst búin að registera þig var það ekki? Bara svona að tékka...

áfram svo
kveðja Helga

11:08 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er ekkert að gerast í þessum málum hjá þér Christel mín - mig er eiginlega farið að vanta smá blogg.

11:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl verið.
Nú er ég sko aldeilis farin að sakna þess að geta ekki fylgst með ykkur. Er kerfið ennþá að stríða ykkur???
Kv. Kristrún.

P.s búin að panta sumarhús!!!

1:18 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

stelpur ég finn ekkert út úr þessu eftir að Gunni var að fikta hérna í tölvunni (ohhh þessir karlar!!) ég skrifa inn á barnalandi núna en ætli ég búi bara ekki til annað blogg hvað finnst ykkur???

7:53 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki spurning annað BLOGG ekki að ég hafi á móti barnalandssíðunum alls ekki það er samt bara allt öðruvísi ..... ANNAÐ BLOGG
Hvað er aftur síminn ykkar (smart síminn ?)

7:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

stelpur ég bjó til nýtt blogg lystrup.blogspot.com

endilega kíkið við allt er í mótun á síðunni

11:08 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

http://lystrup.blogspot.com/


nýja síðan, endilega kíkið

9:34 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home