Vorið er komið
Það er ekki annað hægt en að vera kátur, veðrið leikur við okkur það eru ca. 12 gráður í dag og sólin skín. Það er ótrúlegt hvað veðrið hefur áhrif á mann. Það er miklu skemmtilegra að vakna á morgnana þegar sólin skín inn um gluggan og fuglarnir syngja.....I love it!!
Heyrði reyndar að óvinir mínir væru farnir á stjá, já ég á nefnilega óvini sem heita MAURAR og þeir elska að koma í heimsókn til mín í fyrrasumar allaveganna. Ég bauð þeim ekki í heimsókn heldur komu þeir óboðnir og vildu ekki fara heim til sín aftur. Þeir eru ekki velkomnir í ár og vonandi verða þeir ekki það dónalegir að láta sjá sig. Nágranni minn er víst svo óheppinn að vera búinn að fá heimsókn, hef ekki séð þá ennþá hér og vonandi þora þeir ekki að koma því þá kem ég með eitrið og spreybrúsan á móti þeim og DREP þá!!
Helgin var annars yndisleg, vorum búinn að ákveða að vera ógeðslega dugleg að fara í heimsóknir á laugardaginn en hvar sem við komum eða hringdum að þá var enginn heima....humm hummm.
Ég var mjög dugleg að læra um helgina og var meira að segja að lesa á laugardagskvöldi þannig að ég er vel undirbúinn fyrir vikuna sem er góð tilfinning. Nú fara ritgerðaskrif að byrja aftur þannig að nú er að spýta í lófana.
Það væri gaman ef fólk kvittaði fyrir komuna á síðuna, suma daga eru um 50 gestir en fá komment. Alltaf gaman að sjá hverjir eru að lesa.
4 Comments:
Kvitt kvitt.....er ein af þeim sem kem hér daglega en kvitta sjaldan, verð að fara að bæta úr því;)
Allt fínt að frétta af Vallholtinu og hlökkum til að sjá ykkur fljótlega
Takk Jóhanna fyrir að kvitta. Reyndum að hringja í ykkur á laugardaginn, reynum aftur. Hlakka til að hitta ykkur.
Ég væri nú alveg til í að sjá þig í drápsham Christel mín;o)
Ég vona að ég sleppi líka við maurana!!
Ég er líka ekki vinkona mauranna, all of stórar fjölskyldurnar þeirra.....
kv.Helga
Skrifa ummæli
<< Home