Hvað er í gangi með mig, ég fór til Álaborgar á laugardaginn að vinna á þorrablótinu hjá íslendingafélaginu þar og skemmti mér óskaplega vel með fólki sem ég þekki nánast ekki neitt, alltaf gaman að kynnast nýju fólki, held ég sé orðinn sérfræðingur í því eftir að ég flutti til útlanda en allaveganna fórum við á skrall eftir þorrablótið og var ég ekki kominn heim til Árósa fyrr en undir morgun. Ég get sagt ykkur það að ég er búinn að vera ónýt manneskja eftir þessa ferð, þreytt, illt í hausnum og ég veit ekki hvað og hvað.......er þetta aldurinn að maður geti ekki fengið sér í glas og þá eru margir dagar ónýtir á eftir. Ég til dæmis ætlaði að vera svo dugleg að læra í gærkvöldi og þegar ég byrjaði að lesa var eins og stafirnir rynnu saman og yrðu að einhverju tungumáli sem ég gat engan veginn lesið. Í morgun eða núna á aldeilis að fara og koma sér af stað í lærdóm en ekkert gengur og ég er svo þreytt!!!!!
Hvernig verð ég á næstu helgi þegar þorrablótið verður hjá okkur þar sem ég ætlaði aldeilis að skemmta mér, við hjónin höfum ekkert farið saman í langan tíma svona eftir að snúlla okkar fæddist, hlakka geggjað mikið til, sixties verður að spila og Helga Braga verður veislustjóri.
3 Comments:
Já, nú er bara aðalatriðið að koma sér í gírinn fyrir Þorrablótið. Ég skal hjálpa þér við það;o)
Hvenær eigum við að fara stelpu-búðar-ferð í bæinn Christel mín? Þú bara segir til!! ;o)
Vonandi hressistu fljótt;o)
Eg er at hressast, buinn at leggja mig og er at fara at sækja Elviru a vuggestuen i stræto. Eg kemst a mitvikudaginn, tad er enginn skoli ta, heyri betur i ter(leidinlegir tessir donsku stafir)
Ekki gott þegar maður er svona slappur eftir skrall. Spurning um að drekka aðeins meira vatn næst?
Annars verður örugglega lítið um vatn hjá ykkur um næstu helgi, góða skemmtun....
kveðja Helga
Skrifa ummæli
<< Home