Danska lífið

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Ég þarf að fara á námskeið til að læra að mála mig. Mér finnst það reyndar ótrúlega leiðinlegt en þyrfti samt sem áður að fá leiðbeiningu í því hvernig á að gera. Fór og ætlaði nú aldeilis að versla málningardrasl í andlitið á mér og leit í rekkann og var eins og asni og vissi ekkert hvað ég átti að kaupa og til hvers allt þetta er notað. Ég horfði nefnilega á breskan þátt í gærkvöldi hvernig konur eiga að klæða sig eftir því hvernig þær eru í laginu, lærði reyndar fullt af triksum sem ég á ábyggilega eftir að nota, síðan byrjuðu konurnar að sýna hvernig maður ætti að mála sig fyrir þessi og þessi tilefni og hvað nauðsynlega maður ætti að eiga í skápnum heima. Ekki er ég þekkt fyrir að eiga snyrtivörur í massavís, fór svo í búðina og ætlaði aldeilis að fara eftir því sem þær bresku sögðu í þættinum en var svo áttavilt að ég bíð þangað til ég get fengið hjálp.
Plokkun á augnabrúnum, ég þoli það ekki, ég get ekki plokkað mig nema að grenja eins og lítið barn....þetta er það sem greyjið hárgreiðslukonan þarf að gera fyrir mig, guði sé lof fyrir hárgreiðslukonurnar!!

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú þarft nú ekkert að vera að mála þig mikið Christel mín. Þú ert sæt og náttúruleg eins og þú ert. Ég sé þig ekki alveg fyrir mér með make og stífmálaða.

Annars er nú allt í lagi að mála sig fyrir einhver sérstök tilefni.
Ég er ekki heldur sú allra flínkasta. Mála mig alltaf eins.

Hafðu það gott og njóttu helgarinnar:)

10:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

fín eins og þú ert essskan .... þær bresku eru nú ekki alveg þær sætustu - að mínu mati, þú berð höfuð og herðar yfir þær allar málingarlaus á náttfötum og ógreidd hehe.... mitt álit, en það er gott að geta gert eitthvað við ákveðin tilefni og ég tek undir með Kristrúnu sé þig ekki alveg fyrir mér stíf málaða ....

11:17 e.h.  
Blogger Óskar þór said...

Þú þarft ekkert að mála þig mín vegna, fegurð þín er greipt í hjarta mér eins og ljós frá rúmi myrkurs er lífgar visnað blóm. Damn in good!!!

7:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er nú alveg rétt hjá ykkur stelpur ég er nú ekki fyrir það að vera eitthvað stífmáluð en ég segi það nú ekki að það væri nú gaman að vera svolítið flink í þessu svona sérstaklega þegar maður er á leið á þorrablót á næstunni.
Takk kærlega fyrir hrósin þið eruð nú bara yndislegust!!

11:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Guði sé lof fyrir hárgreiðslukonur!?!?!

Fyrirgefðu væna mín en þetta er nú bara alls ekki þeirra verksvið að gera þetta. Snyrtifræði er lögvernduð grein og það er bannað að gera þetta á hárgreiðslustofum. Það er miklu faglegra að fara á snyrtistofu og þær eru líka menntaðar í þessu.

7:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home