Danska lífið

fimmtudagur, desember 14, 2006

jólin fara að koma bráðum:)

Nú er aldeilis farið að styttast í jólin. Jólasveinarnir eru farnir að mæta á svæðið og gleðja börnin í húsinu. Elsta dóttirinn er hætt að trúa á jóla en Hervar er nú alveg á því að jólasveinninn sé til því að mamma hans sá hann einu sinni fyrir utan gluggan sinn þegar hún var lítil stúlka á Víðigrundinni, sá meira að segja sleðann og hreyndýrin og allt, koma sko ekki gangandi niður af Akrafjallinu!!! Hann trúir samt ekki á nissana sem eru hér í danmörkinni. Litla snúlla skilur ekkert í því að það sé skór í glugganum hjá henni og að systkini hennar komi hlaupandi inn til hennar á morgnanna til að kíkja í skóinn hennar áður en þau fara gefa henni athygli.

Annars er lítið annað að frétta af okkur nema að ég er enn í ritgerðarskrifum, mér finnst þetta frekar leiðinlegt því ég hugsa ekki um neitt annað og verður tíminn fyrir jól ekki eins jólalegur og hefur verið áður hjá mér. Ég er það utanvið mig þessa dagana að Gunni fann lyklakippuna með bíllyklunum og húslyklunum í skrárgatinu einn morgunin, þannig að ef þjófar hefðu verið á ferli hefðu þeir kannski haldið að ég væri að gefa þeim bílinn okkar í jólagjöf og ókeypis aðgang að húsinu og innbúinu.

Ég gleymi alltaf að auglýsa fyrir Ingibjörgu vinkonu að íbúðin hennar er laus í Kaupmannahöfn á besta stað frá 22. des. til 2. janúar. Endilega hafið samband við hana ef ykkur vantar íbúð á þessum tíma eða ef þið vitið um einhvern sem vantar íbúð, emailið hennar er: ingibjorg@wanadoo.dk

Hér er rigning og rok búið að vera undanfarna daga og kom það fram í fréttum um daginn að 9% líkur væri á snjó um jólin. Verst að geta ekki búið til snjókarl með krökkunum og litlu frænku.

Nú eru pakkar farnir að streyma inn á heimilið og jólakort, mér líður eins og litlu barni þegar ég hitti póstburðarmanninn:)

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

æj hvað ég væri til í að standa í jólaundirbúningi með krökkunum.. enginn leikhúsferð hjá okkur þessi jólinn :( En það koma jól eftir þessi jól og þið verðið að lofa að vera á sama stað og ég um næstu jól.

Ef þið eruð laus á fimmtudaginn næsta þá er ykkur boðið í útskriftaveislu :)

En vertu dugleg að læra systa svo þú getir farið að huga að jólunum

7:44 e.h.  
Blogger Christel said...

ohhhhh ég væri svo endalaust til í að við værum að undibúa jólin saman Sylvía og já enginn leikhúsferð um jólin. Við verðum að finna eitthvað skemmtilegt um páskana.

Takk fyrir boðið, verð með þér í anda, skála í botn á fimmtudaginn fyrir þér. Þú færð síðan flotta gjöf frá mér á nýja árinu þegar Atlanta kemur heim aftur.

10:48 e.h.  
Blogger Bippi said...

Gunni har fødselsdag, det har han nu, det er i dag...!!!

Til lukku með kallinn;o)

9:17 f.h.  
Blogger Helga said...

Vonandi á lærdómurinn eftir að skotganga svo þú getir notið jólaundirbúnings og fagnað í dag með Gunna.+

Elsku Gunni, innilegar hamingjuóskir í dag, 15. á afmælisdeginum þínum. Njóttu dagsins með fjölskyldu og vinum kæri félagi. Eigið góðan dag.

kveðja frá Coesfeld

9:39 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku með kallinn!! Knúsaðu hann vel frá okkur.

Bestu kveðjur af Vallholtinu

11:45 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home