Danska lífið

fimmtudagur, desember 07, 2006

jóla jóla.....

Nú á aldeilis að fara að jólast hér í Bögehaven. Strákarnir ætla að fara allir í hús nr. 17 og baka sörur nammi nammi namm....hlakka mikið til að smakka þær hjá þeim. Við stelpurnar ætlum að vera hér og láta litlu krílin baka piparkökur, var að búa til piparkökudeig í fyrsta skipti, ég hef aldrei áður bakað piparkökudeig og er frekar hissa á sjálfri mér að hafa ekki gert það fyrr. Við höfum alltaf málað piparkökur á hverjum jólum en greinilega ekki þorað í bakstur á þeim, vonandi á þetta eftir að smakkast vel. Ég hlakka svo til að sjá þessi þrjú litlu öll á sama ári prófa að búa til karla og kerlingar..... og svo vinkonurnar Margréti og Ylfu. Hervar minn fer í sörugerð með hinum strákunum. Auðvitað eigum við eftir að setja jólalög á fóninn og syngja með trallalallalatrallalala.....

Við fórum til læknis með Hervar í gær og á hann að fara í blóðprufu á morgun, það á eitthvað að rannsaka hann betur, honum kvíður mikið fyrir blóðprufunni en svona sterkir strákar geta allt!!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

En skemmtilegt jólajóla hjá ykkur, þær eiga örugglega eftir að verða svaka flottar piparkökurnar. KAnnski frekar skrautlegt með litlu krílunum ykkar?

En það er nú gott að það á að rannsaka Hervar, ég skil vel að honum kvíði fyrir blóðprufunni. Líka mikilvægt að undirbúa hann vel fyrir það, ekki segja það er ekkert vont heldur reyna að einblína á að það taki stuttan tíma og sé svona eins og það sé klípt í mann. Það versta sem maður gerir að mínu mati er að segja að allt sé ekki vont því það er bara að ljúga. En það er mín skoðun. Nína þurfti áður oft að fara í blóðprufur og fannst það ekki gaman en það er líka allt í lagi að finnast þetta vont og gráta :-) Gangi ykkur allt í haginn.

Jólakveðjur
Helga

1:51 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mikið væri ég til í að baka með ykkur. Ég er ekki byrjuð á neinum bakstri, er í leiðinda prófundirbúningi fyrir morgundaginn.

Ég vona að allt gangi vel með Hervar.

Góða skemmtun og vonandi heppnast sörurnar og piparkökurnar vel.
Kv. Kristrún

5:27 e.h.  
Blogger Christel said...

sörurnar eru ekki komnar í hús þegar þetta er skrifað en eiga alveg ábyggilega eftir að smakkast rosa vel. Piparkökurnar eru rosa rosa góðar, velkomin í piparkökur og sörur:)

ég væri alveg til í bakstur með þér Kristrún, ef ég þekki þig rétt þá áttu eftir að rúlla upp kökuuppskriftunum fyrir jól:) gangi þér rosa vel í prófunum.

10:26 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home