Fyrsti í aðventu
Í dag er fyrsti í aðventu, ótrúlegt hvað tíminn líður hratt og ekki nema 21 dagur til jóla og 19 dagar í litlu frænku og foreldra hennar. Ég og Hervar ákváðum að kíkja í bíó í hádeginu í dag og hlógum við eins og brjálæðingar af myndinni. Kíktum svo í dótabúð og skoðuðum úrvalið, margt flott til og spennandi. Fórum heim og fengum okkur kaffi og kveiktum á fyrsta aðventuljósinu. Hér er orðið ansi jólalegt og huggulegt. Við erum búinn að skreyta innandyra og úti hjá okkur en vantar ljós í gluggana og ætlum við að fara í jólaljósaleiðangur í vikunni. Margrét Saga fór til Svíþjóðar á föstudaginn og kemur heim núna í kvöld, mikið verður gott að fá hana aftur, hún er búinn að vera svo ægilega upptekinn síðustu vikur og höfum við svo lítið náð að vera með henni þannig að okkur hlakkar til góðra samverustunda. Elvira Agla mín er alltaf í jólaskapi og kippist öll við þegar jólasveinninn kemur í sjónvarpið og segir þá hóhó hó, svo sætt!!!
Nú er pressa á að vera búinn að versla allar jólagjafir fyrir fimmtudag því þær eiga að fara með gám til Íslands.
Við fórum í jólahlaðborð í gær með nokkrum íslenskum pörum og var það voða gaman, æðislega gott að borða og yndislegt fólk.
2 Comments:
Gleðilega aðventu, það er nú gott að það er svona jólalegt hjá ykkur. Það fyrsta sem við settum upp voru einmitt ljósin en hér er mjög lítið skreytt því miður, svona einstaka hús með ljós á húsinu eða í gluggum.
Sé Elvíru alveg fyrir mér segjandi jólahó...
Bestu kveðjur úr rigningunni
Helga
Það er svo notalegt þegar að aðventan byrjar og ljósin fara að poppa upp í húsunum allt í kringum mann og auðvita heima hjá manni sjálfum en talandi um pressu þá finn ég ískyggilega fyrir jólagjafa og kortapressu núna.
Skrifa ummæli
<< Home