Danska lífið

föstudagur, nóvember 17, 2006

Hoppandi kát


Snúlla mín var kát í morgun þegar við fórum með hana á vöggustofuna, greinilega búinn að fá nóg af mömmu sinni þessa tvo daga sem hún var heima enda aldrei látinn í friði fyrir knúsum og kossum móðurinnar:) Ég vildi að ég væri svona kát þegar ég keyri með sjálfa mig í skólann, ég klappa ekki og byrja að syngja eins og sú stutta, þetta er nú meira ritgerðarstressið í mér. Var að senda vejledernum mínum bút úr ritgerðinni minni, vona að honum líki hún og danskan sé í orden:)

Annars er ég komin í þvílíkt jólaskap, jólabæklingarnir hrúgast í póstkassan og er ég alveg slefandi yfir þessu öllu, langar svo í allt þetta jóla jóla, annars er ég búinn að kaupa mér 1 metra langt jólatré hér fyrir utan hjá okkur og skreyta það með ljósum, já ég sagði að ég væri búinn að skreyta. Sumum nágrönnum mínum finnst ég vera heldur snemma á ferðinni en hvað á maður að gera þegar maður er kominn í jólaskap annað en að skreyta og baka jólakökur:) (svona þegar maður er ekki að skrifa ritgerðir)

GLEÐILEG Jól (híhíhí)

5 Comments:

Blogger Gunnur said...

Kannski liggur þessi jólafílingur eitthvað í loftinu hérna í Bøgehaven...
En mér finnst jólatréð ykkar æði og það setur rómó svip á götuna :-)

1:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Algjör dúlla hún Elvíra, bara að gera það sem manni er skap til Christel, áfram svo, ég væri alveg til í að vera komin í smákökufíling. Leggst kannski í bakstur á sunnudag, bara verst hvað þær eru allar góðar þessar smákökur.
Kveðja
Helga

7:59 e.h.  
Blogger Christel said...

það verður lítið úr ritgerðarskrifum né bakstri sýnist mér þessa helgina, Elvira fékk aftur ælupest í morgun og Margrét kastaði upp yfir eldhúsgólfið og við hjónin erum eitthvað slapparaleg þannig að það er tekið því rólega á heimilinu núna.

Takk Gunnur, ég er voða ánægð með jólatréð en ég tók eftir því að einhver slökkti á jólaseríunni, hver var það??? (spurning hvort það eru nágrannarnir eða Margrét, hef hana grunaða, henni fannst þetta frekar hallærislegt að vera búinn að skreyta á þessum tíma:)

12:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Líst vel á jólaskapið Christel mín segðu svo að þú sért ekki eins og hún dóttla þín litla (gerir eins þér líður þó þú klappir ekki og syngir á leið í skólann er það bara eðlilegt ertu ekki að keyra hvort sem er) hún fær bara heiðurinn af því að halda uppi stuðinu í bílnum þú brosir þó á leiðinni. Von að þið leggist ekki í flensu kella mín og að þetta gangi fljótt yfir hjá krökkunum.

10:14 f.h.  
Blogger Bippi said...

Ég er einmitt í algjörum jólafíling þessa dagana en húsbondinn á heimilinu er ekki alveg sammála mér.

En eins og aðrir húsbóndar, þá ræður hann engu og við Snorri ætlum í vikunni að fara upp á háaloft og ná í jólakassann;o)

11:34 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home