væl og aftur væl
Ég sit sveitt við helv... ritgerðarskrif, er að þýða enskan texta yfir á dönsku og er alveg við það að gefast upp. Var búinn að ákveða að fara í megrun en er hætt við í dag, get ekki setið hér við þýðingar án þess að verðlauna mig með smá súkkulaðimola:(
Takk allir þeir sem hafa hringt í okkur um helgina, rosa gaman að heyra í ykkur öllum, sé ekki eftir að hafa keypt áskriftina á símanum, kannski best að ég hringi í einhvern og væli yfir lærdómnum.....hver myndi nú annars nenna að hlusta á svoleiðis væl.
Annars ætti ég nú ekkert að vera að kvarta þetta, ég ákvað það sjálf að fara að fara í nám þannig að það er best að ég hætti þessu væli, leggi frá mér súkkulaðið og brosi framan í tölvuna og orðabókina og hugsi hversu heppin ég er í lífinu.
6 Comments:
Komdu bara yfir til mín ef þu vilt létta af þér Christel mín;o)
Alltaf ertu nú samt jákvæð Christel mín.
Ég sit hér og er að vinna fyrir framan tölvuna, er líka alveg að fríka út. Er pirruð yfir að eiga ekkert almennilegt súkkulaði. Fékk mér suðursúkkulaði, snakk og kók.
Við megum nú stundum vera pirraðar.
Skál fyrir okkur
Kveðja, Kristrún.
Það hjálpar nú líka að taka sér inn á milli pásur og lesa skemmtilegar bloggsíður!!!!
Súkkulaðið bjargar mér alveg og ég barasta get ekki sleppt því þegar ég er að læra, skrítið að maður þurfi alltaf að borða eitthvað meðan maður er að læra.
Gott að eiga vinkonu hinum megin sem er í sömu stöðu og skilur pirringinn.....Kristrún, ég er ansi dugleg að skoða bloggsíður, hvernig væri nú að þú færir að blogga:)
Takk Heiðrún mín:)
Mér finnst fínt að blogga hjá öðrum.
Við bloggum reyndar stelpurnar í saumaklúbbnum úr Kennó. Erum með sameiginlega bloggsíðu.
Voða fínt og mörg góð ráð varðandi hitt og þetta.
Heyrumst, kv. Kristrún.
Gangi þér vel að læra Christel, þú frestar bara aðeins megruninni.
Skrifa ummæli
<< Home