óheppinn!!
Af hverju er ég alltaf svona utan við mig, kannski að ég þurfi að taka inn risaskammt af vítamíni. Ég var búinn að ákveða fyrir löngu síðan að ég ætlaði ekki á bílnum í skólann vegna þess að það er svo erfitt að finna bílastæði, ég ákvað samt í gær að fara á bílnum svo ég gæti náð fyrr í Elviru. Ég keyri á þrumunni inn á háskólasvæðið og hugsa með mér, mikið er ég heppinn að fá þetta fína stæði og legg bílnum. Eftir tvo tíma eða svo er ég að labba að bílnum eftir tímann og sé þá á bílrúðunni hvítan miða, já stúlkan fékk sekt ég hafði sem sagt lagt ólöglega þar sem sáust gular línur á kantinum, ekki tók ég eftir þeim fyrr um morguninn þegar ég var svona ánægð með þetta blessaða stæði en allaveganna er ég 510 dkr. fátækari -----ég ætla sko aldrei aftur á bílnum í skólann!!!!
Annars er allt að verða klárt fyrir morgundaginn þegar krakkarnir fara heim til Íslands, mikið á ég eftir að sakna þeirra.
Ég og Gunni ætluðum aldeilis að njóta þess að vera svona nokkurnveginn barnlaus en hann verður að vinna svo mikið á kvöldin að ég og Elvira eigum eftir að vera nánast einar allan tímann sem krakkarnir eru í burtu en ég ætla nota tímann voða vel og læra og læra og læra...................
5 Comments:
HAHAHA.. ekta Christel.. leiðinlegt samt að þurfa að borga þessa helv.. sekt.
Nú styttist í krakkana.. bara nokkrir tímar til stefnu.. hlakka svo til.
Já, frekar fúlt að þurfa borga þessa sekt...sérstaklega þar sem að þú sást ekki línurnar...geturðu ekki bara sagt það og sloppið?!?
Bara ef lífið væri svo einfalt....að segja eitt fyrirgefðu og þá væri allt búið:o)
Þú getur alltaf skroppið í heimsókn til mín ef þér leiðist;o)
Æj, en fúlt að þurfa að borga sekt.
Mikið verður gaman að sjá krakkana þína hér á Akranesi. Vonandi nýtist tíminn vel í lærdóm hjá þér.
Gangi þér vel og skilaðu til mömmu þinnar að krakkarnir mega koma til okkar hvenær sem er.
Kveðja, Kristrún.
Ertu að grínast elsku systa,það er engin smá sekt fyrir að leggja í vitlaust stæði.
En hafið það svo gott á meðan krakkarnir eru hjá okkur mig hlakkar svo til að hitta þau að það verður sko vaknað mjög snemma
Ekki alveg það sem maður þarf á að halda eftir slitrótta skólagöngu á meðan á verkfallinu stóð.... Líttu á björtuhliðarnar það verður tveimur færra í heimili næstu vikuna þannig að þú vinnur þetta um í heimilis-rekstrinum ( efast ekki um að krakkarnir hafi það gott í dekrinu hjá familíunni á meðan þú vinnur upp sektina og heldur í við ykkur hin) híhí
Skrifa ummæli
<< Home