Danska lífið

miðvikudagur, október 04, 2006


Litla snúlla okkar hún Elvira Agla á afmæli í dag, stúlkan er orðinn 1. árs. Mikið hefur tíminn liðið hratt. Ég gæti skrifað og skrifað um hversu yndislegt barn hún er enda erum við svo ánægð að eiga hana eins og hin börnin okkar tvö. Hún er ákveðinn ung stúlka sem lætur vita hvað hún vill með því að benda á hlutina og býr til hljóð sem gefa til kynna hvað það er sem henni vantar. Hún er óskaplega dugleg og skríður eftir systkinum sínum og vill helst vera þar sem þau eru. Hún er farinn að taka skref og getur staðið upp sjálf og tekur af stað gangandi frá stofunni og fram í eldhús, hún er svolítið völt þegar hún er úti að leika en það kemur með æfingunni enda finnst henni ekki leiðinlegt að detta á rassinn þegar hún getur ekki gengið meira og hlær bara að þessu öllu saman. Hún er farinn að segja mamma, pabba, Hevvvaa(Hervar) og svo nýjasta orðið sem kom í gær, daaat(datt). Hún er voðalega kát og hlær mikið og er frekar stríðinn.Við vorum svo heppin að fá lánaða myndavél frá góðum grönnum þannig að ég fer að setja von bráðar myndir inn á barnaland.

10 Comments:

Blogger Bippi said...

Til hamingju með 1 árs skvísuna, hún er nú alveg frábær hún Elvira.

....og takk fyrir frábæra afmælisveislu á sunnudaginn...við fullorðnafólkið skemmtum okkur MJÖG vel og auðvitað leyfðum vinna húsmóðurinni að vinna, eins og góðum gestum sæmir;o)

Við eigum líka slatta af fínum myndum úr veislunni sem þið getið fengið!!

8:26 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn Christel, enda ekki síður merkur áfangi fyrir þig! Hlakka til að sjá myndir af afmælissnúllunni!

Bið að heilsa bóndanum,

Svana

9:59 f.h.  
Blogger Gunnur said...

Til hamingju með daginn Elvira!!

Fæ kannski að knúsa þig á eftir, annars sofið þið svo vært núna hlið við hlið í vögnunum ykkar þú og Nói. Enda mikilvægt að fá sinn fegrunarblund á svona merkum degi!

10:15 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið elsku Elvira!!

Ég sendi smá bréf til ykkar áðan.

Vonandi verður gaman hjá ykkur í dag, leiðinlegt að geta ekki verið með ykkur.

Kossar og knúsar frá Sylvíu, Gulla og Theodór

12:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn snúlla litla - haltu þínu striki

3:51 e.h.  
Blogger Christel said...

Takk stelpur mínar fyrir kveðjurnar. Já ég verð að fá myndirnar hjá þér Heiðrún úr veislunni.

6:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með snúlluna...

9:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku með snúlluna...

9:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með 1 árs afmælið.

Kveðja frá Kristrúnu og co.

10:58 e.h.  
Blogger Christel said...

Hver er j?

Takk allir saman þetta var yndislegur dagur og ótrúlegt að lilla mín sé orðinn 1. árs

11:46 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home