skóli...skóli...
Ég fór í skólann í gær með verk í maganum yfir því að þessi skóli hjá mér gengi ekki neitt, verkfallið er að ganga inn í fjórðu vikuna hjá krökkunum og hafa þau meira og minna verið heima sem þýðir að ég hef lítið sem ekkert getað lesið og mætt í skólann. Í gær, afmælisdag Elviru tók Gunni sér frí til að vera heima með krakkana og ég druslaðist í skólan náföl með kvíðahnút í maganum að koma ólesin í tíma ásamt því að eiga að skila inn blaði um hvað ég ætla að skrifa um í prófinu mínu, ekki mætti ég með blaðið og hef ekki hugmynd um hvað ég ætla að skrifa um en eftir því sem ég var lengur í skólanum og heyrði á bekknum að það voru fjöldamargir í sömu sporum og ég þá fann ég að andadrátturinn var ekki eins þungur og það byrjaði að lyftast á mér brúnin. Ég er búinn að ákveða að drífa þetta bara af, vera jákvæð og þá er ég viss um að ritgerðavinnan mín gangi vel, ég ætti kannski að skrifa um hvernig áhrif það hafi á foreldra í námi að hafa börn sín heima í verkfalli??? hvað finnst ykkur um það!!!
Annars var afmælisdagurinn hennar Elviru góður í gær, hún var vakinn með söng um morguninn og fékk að opna fullt af pökkum, hún var hálfhissa á þessu öllu saman. Takk allir fyrir snúlluna!! Heimilisfaðirinn klikkaði ekki á afmælismatnum og átum við yfir okkur af góðum mat.
Það er talið niður hér og eru 7 dagar í að krakkarnir fari til Íslands. Við erum mikið að velta því fyrir okkur að gista eina nótt í köben þegar við sækjum þau þann 21. okt. Valgerður og Doddi komu í heimsókn til okkar um síðustu helgi og var virkilega gaman að fá þau hingað enda er Valgerður orðinn voða myndarleg með stóra kúlu, þannig að við ætlum að fá að gista hjá þeim og kíkja svo á Ingibjörgu og hennar mann.
4 Comments:
úú get ekki beðið eftir að fá að klessuknúsa rúsínu rassgötin mín, þó ég viti að Hervar verði ekkert mjög ánægður með það. Er Margrét nokkuð orðin of fullorðin fyrir klessuknús :)
Þú átt eftir að standa þig vel í skólanum, litla systir hefur fulla trú á þér :)
nei Margrét er sko ekki hætt að vilja fá klessuknús það verður kannski erfiðara að knúsa Hervar minn.
Þú færð bréf frá mér á morgun:)
Atlanta ef þú ætlar að commenta þá klikkarðu á anonymous og svo login and publish takkann þá ætti þetta að ganga hjá þér, prófaðu allaveganna
Ok takk þetta gekk núna ég skildi þetta bara ekki. Okkur hlakkar svo til að fá krakkana að næsta vika á ekki eftir að líða hratt.En gangi þér nú vel í skólanum elsku systir mín
Skrifa ummæli
<< Home