hitt og þetta
Í dag er fyrsti dagurinn í 3 vikur sem lífið gengur nokkurnveginn sinn vanagang hér í Bögehaven 8. Krakkarnir hjóluðu í skólann og ég og Elvira kíktum á vöggustofuna í morgun, mikið var hún ánægð að hitta krakkana aftur og hefði verið vel tilbúinn að vera skilinn eftir en mútta var nú ekki alveg á því, ekki fyrr en á morgun því þá þarf ég að fara í skólann. Mörg börnin áttu ansi erfitt þegar við mættum á svæðið enda ekki búinn að vera á vöggustofunni í langan tíma og helmingurinn af þeim nýbyrjaður, enda sást á fóstrunum að þær voru ansi sveittar við að sinna grátandi börnum.
Margrét Saga fór í söngprufu í dag, árgangurinn hennar í skólanum á að sýna leikrit þetta árið og eru prufur fyrir hlutverkaskipan. Hún er búinn að vera að æfa sig fyrir prufuna síðustu viku og fór hún sem sagt í dag og kom brosandi heim því henni gekk svo vel og kennarirnir lofsömu söng hennar og sögðu að hún fengi stórt hlutverk, þannig að þetta er spennandi hvað gerist á fimmtudaginn þegar það verður úthlutað hlutverkum. Ef hún fær stórt hlutverk verður nóg að gera hjá henni á Íslandi við að læra texta og söngva utanað!!
Nú er kominn mikill spenningur fyrir íslandsferðina og erum við að verða búinn að kaupa flest allar jólagjafirnar sem eiga að fljóta með í töskum barnanna, nú er bara að fara í Bilka og kaupa regnföt á stóru stelpuna og þá held ég að það sé bara eftir að pakka og þá eru þau tilbúinn.
Annars er ég á fullu við að læra og er að byrja á ritgerðunum mínum. Ætla að kaupa mér kort í ræktina á næstu dögum og reyna að fá einhverja vöðva:)
6 Comments:
En til að hittspennandi hjá henni Margréti, það kemur mér nú samt ekkert á óvart að hún fái stórt hlutverk því hún er svo ótrúlega hæfileikarík :)
Nú get ég barasta ekki beðið mikið lengur, mig hlakkar svo a þau!
En já Christel ég var búin að fá tölvupóstin frá þér með héimasíðunni, en ég vissi ekki hvort hitt hefði gengið hjá þér.
En ég hringi kanski á skypinu á morgun.
Kveðja Sylvía
Kommentið fór í eitthvað algjört rugl.. þú skilur þetta vonandi
Hæ Christel,
Sit nu i Reykjavik, á Sóltúninu thar sem vid eurum busett nuna.
Les bloggid thitt ødru hverju - gaman ad fylgjast med.
Rosalega erud thid dugleg :)
kvedjur fra Erlu
Frábært Erla að þú sért að fylgjast með, mér var hugsað til þín um daginn. Hver er slóðin á bloggið ykkar hjóna?
Sylvía ég var að senda þér annað email, já hún hefur hæfileikana frá mömmu sinni:) :)
Efast ekki um að skvísan fái stórt hlutverk hún er algjör hetja ... Bið að heilsa
Ég fer nú bara í algjöra fýlu ef að stúlkan fær ekki stórt hlutverk...það eru ekki margir sem syngja svona vel eins og hún á hennar aldri!!!!!
;o)
Skrifa ummæli
<< Home