Danska lífið

mánudagur, október 30, 2006

Það er farið að kólna í Danmörkinni og ofnarnir komnir í gang, var ca. 12 gráðu hiti um helgina, rakt og blautt.
Margrét Saga er í skýjunum því hún fékk að vita á föstudaginn að hún á að leika eitt af þremur aðalhlutverkunum í leikritinu sem verður frumsýnt í endan nóvember í skólanum. Hún er svo spennt fyrir leikritinu að hún er búinn að læra textan sinn utanað yfir helgina og lesa handritið fyrir okkur foreldrana mörgum mörgum sinnum........
Annars gengur lífið sinn vanagang hér á heimilinu, orðið nokkuð mikið að gera hjá mér í ritgerðarmálum og proplemstilling þannig að nú er bara að skrifa, skrifa, leita heimilda, skrifa, skrifa og leita heimilda!!!

5 Comments:

Blogger Bippi said...

Glæsilegt hjá Margréti Sögu!!! Enda kom ekkert annað til greina;o)

Ég þarf að plata hana yfir til mín þegar að hún er komin með lögin í hendurnar;o)

12:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Frábært hjá stúlkunni. Hún á eftir að standa sig vel í hlutverkinu.

Gaman að heyra að það séu fleiri að skrifa ritgerðir. Ég var einmitt að skila einni í dag og svo annarri á miðvikudaginn. Gaman, gaman.

Bið að heilsa ykkur öllum og hafið það gott.
Kveðja, Kristrún

2:13 e.h.  
Blogger Christel said...

Ég verð nú að segja að mér finnst ritgerðarvinna ekkert það skemmtilegasta sem ég geri, finnst það frekar leiðinlegt:)
Gangi þér ofboðslega vel í ritgerðarvinnunni Kristrún!!

Margrét á pottþétt eftir að koma yfir til þín Heiðrún en það er eitthvað óljóst með lögin í leikritinu hversu mörg þau verða og af hverjum þau verða sungin, hún segir að það eigi að koma í ljós á næstu dögum.

4:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að heyra hvað allt gengur vel hjá ykkur og hvað krakkarnir eru dugleg að taka þátt í danska lífinu þarna úti frábært:)
við fáum að fylgjast með ykkur áfram allt gott að frétta héðan.
kveðja Halldóra og fjölsk.

12:24 f.h.  
Blogger Christel said...

gaman að þú ert að fylgjast með okkur Halldóra, ég kíki reglulega á síðuna ykkar

9:44 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home