Danska lífið

mánudagur, október 16, 2006

verðkönnun

Við fórum að versla í dag og fórum þá að spá í hvað þessar vörur sem við keyptum myndu kosta á Íslandi, hvort það sé mikill munur eða hvort verðið sé svipað. Við heyrðum um daginn að nú ætti að lækka matarverðið á Íslandi sem er mjög gott mál. Hér kemur það sem við keyptum:

  • 500 gr. græn vínber -----12 dkr
  • mýkingarefni------------10 dkr
  • uppþvottalögur---------7,95 dkr
  • blautþurrkur-----------19,95 dkr
  • shampoo---------------19,95 dkr
  • kroppasápa------------9,50 dkr
  • nýmjólk ökologisk------7,95 dkr
  • 3 bananar--------------6,00 dkr
  • hafrakex---------------4,25 dkr
  • 500 gr. perur----------15,00 dkr
  • þvottaefni(ódýrt)------13,95 dkr
  • smjör------------------11,50 dkr
  • hindberjasulta---------5,95 dkr
  • 2 pokar----------------5 dkr
  • samlokubrauð---------13,95 dkr
  • coke 2ltr.--------------23,95 dkr
  • 2 yankie súkkulaði 50 gr. 10 dkr
  • uppþvottalögur--------8,75 dkr
  • heill ferskur kjúklingur 29,95 dkr
  • stimorol tyggjó 3 í pakka 12,95 dkr

Þessar vörur kostuðu okkur 248,50 dkr sem er ca 2833 kr.(krónan er ca. 11,4)

Hvað haldið þið að þessar vörur kosti á Íslandi? Verið nú dugleg að commenta

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er ekkert ólíkt körfunni sem ég verslaði fyrir helgina í Nettó og það kostaði á milli 4 og 5 þúsund krónur og mér fannst ég hafa sloppið vel, úff sé að það er mun ódýrara þarna úti.
Bestu kveðjur, Elsa Lára.

11:22 e.h.  
Blogger Bippi said...

Svo er líka annað mál sem má alveg draga inn í umræðuna og það eru öll tilboðin. Maður kaupir varla sjampó eða bleiur nema á tilboði og þá er það mun ódýrara en gerist og gengur.

Sjampó og sápa og svoleiðis fæst yfirleitt á 2 fyrir 1 tilboðum!!!

9:28 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki man ég eftir að hafa farið í búðina og versla fyrir minna en 4000 kr. Og þá er ekki svona mikið í mínum pokum. Þvottaefni á 13,95 úff..

Ég hugga mig við það að pokarnir á Íslandi eru ódýrari :)

10:54 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já þvílíkur munur á verði,eins og með vínberin þau eru þvílíkt dýr hér.
En maður verður bara að vera duglegur að versla þegar við komum út til ykkar. Og börnin þín eru æði þau dekra alveg við Rakel Katrínu. Þau voru hjá mér í gær dag og við skemmtum okkur svo vel saman,horfðum á video og borðuðum nammi og spjöluðum mikið um Elvíru Öglu.

11:11 f.h.  
Blogger Christel said...

ég fór að spá í hvort sumar vörurnar væru dýrari en heima á Íslandi t.d. eins og pokarnir sem Sylvía nefndi að þeir eru mun dýrari hér. En það er rétt hjá Heiðrúnu að það er mikið hægt að kaupa á tilboði og maður kaupir nánast bara það sem er á tilboði en það er gaman að velta þessu fyrir sér og skoða muninn.

Það er gott að heyra að börnin mín séu æði enda vissi ég það nú alveg fyrir en alltaf gaman að heyra það að þau séu svona yndisleg. Ég er farinn að sakna þeirra ótrúlega og er farinn að telja niður dagana. Ég hlakka svo til að fá ykkur Atlanta og þá verður sko verslað;)

4:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég fer valla út í búð fyrir minna en 5000 kr. Það er vonandi að þetta matarverð fari að minnka hér á Íslandi.
Héðan er annars allt gott að frétta. Hervar er hjá okkur núna. Strákarnir voru ekkert smá ánægðir þegar Hervar kom með mér að ná í þá á leikskólan.
Biðjum að heilsa og Hervar langar ekkert út til Danmörku en það sama var ekki upp á teningnum hjá systur hans. Henni finnst frábært að búa í Danmörku og ætlar ekki að koma heim fyrr en hún byrjar í fjölbraut.
Yndisleg börn.
Heyrumst, kveðja Kristrún.

8:18 e.h.  
Blogger Christel said...

En frábært að Hervar hafi farið að ná í frændur sína hefði viljað sjá þá hittast og sjá gleðisvip þeirra allra þriggja. Það er spurning hvað minn maður segir við að búa áfram í Danmörku víst það er svo gaman í heimsókninni til Íslands en dóttir mín hún ætlar alls ekki að flytja strax.

Takk allir fyrir falleg orð um börnin mín:)

9:19 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mæli hiklaust með Bilka tilboðin á kjöti- áleggi og þh.eru ótrúleg ég keypri reyndar fruti...shampooin og næringar 5 stk fyrir 45.dk. Jame oliver kjúklingabringur 10-12 stk. fyrir 100 dk. Það er mun ódýrara að versla hér en heima strætóinn er reyndar á svipuðum nótum og sundið líka _ það eru kostir og gallar á báðum stöðum. Bið að heilsa.

12:25 f.h.  
Blogger Helga said...

Ég er ekki alveg með á nótunum hve dýrt það er að versla á Íslandi en manni blöskrar í hvert sinn sem maður fer í matvöruverslun, ekki einungis yfir verðinu heldur líka yfir því hve stutt er í síðasta söludag!!!

Í Þýskalandi er enn ódýrara að versla í flestum tilvikum en í Danmörku, nema kannski kjúklingabringur.

Bestu kveðjur í Bogehaven

9:38 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home