Danska lífið

föstudagur, október 13, 2006

Snökt...snökt

Margrét Saga og Hervar eru kominn til Íslands, mikið sakna ég þeirra strax. Það var ósköp tómlegt í morgun þegar það iðaði ekki allt af lífi hér við morgunverðaborðið og ég saknaði um leið að gefa þeim ekki að borða og spjalla um daginn og veginn svona í byrjun dags. Ég veit að þau eru í allra bestu höndum þannig að ég hef engar áhyggjur af þeim snökt, snökt!!

Við héldum upp á afmælisdaginn hennar Elviru á vöggustofunni í morgun vegna þess að þegar hún átti afmæli var verkfall þannig að nú var komið að því. Ægilega gaman að fylgjast með þessum krílum sem eru með henni þarna.

Matarboð hjá Gámafélaginu á morgun, þemað er félag eldri borgara þannig að við eigum að vera gamalt fólk, við erum á leið í búningaleit en hafið þið einhverjar hugmyndir??

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Christel

heimasidan okkar er www.emtekaer.dk

allt skrifad a dönsku nuna :)

goda helgi, Erla

12:10 e.h.  
Blogger Bippi said...

Ef ég þekki ykkur skötuhjúin rétt, þá verðið þið nú ekki í vandræðum með að finna upp á einhverju!!!

Góða skemmtun í kvöld;o)

5:13 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ og takk fyrir síðast, það var yndislegt að hitta ykkur fjölskylduna. Vonandi hittumst við bráðum aftur.

Leiðinlegt með sektina, en þú lærir á þessu!!!

Gangi þér vel að læra, bk. Helga og fjölsk.

10:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Börnin eru pottþétt í góðum höndum en hvenær er von á þér til landsins. Þegar þú kemur næst verðum við að hittast og hafa Eyrúnu með okkur. Fór einmitt í búðaráp með henni í gær frá hádegi fram að kvöldmat og náðum að eyða slatta (eins og okkur einum er lagið). Þurfum svo að koma einhverntíman til DK og eyða smá í búðum þar en ég er á leiðinni til Dublin eftir rúman mánuð þannig að DK þarf að bíða smá.
En ég ætlaði bara að kvitta fyrir komuna á síðuna en þetta virðist vera orðin heil ritgerð :)
En hafðu það gott Christel mín.
Knús og kossar úr rigningunni á Skaganum, Elsa Lára.

12:59 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ.. vildi bara seiga þér að þú átt alveg yndisleg börn. Þau eru sko algjört æði, væri sko ekkert á móti því að hafa þau bara alltaf hérna. Þau eru svo góð við hann Theodór og nenna alveg endalaust að dúllast með hann. Ég sit bara með tærnar uppí loft :)

Setti inn fullt af nýjum myndum á barnaland og mest af fallegu börnunum þínum :)

Kveðja Sylvía sys

2:03 e.h.  
Blogger Christel said...

Ég á ekki von á því að við komum fyrr en um páskana Elsa Lára og já þá verðum við að hittast en þið vitið að þið eruð alltaf velkomnar í heimsókn.

Takk Sylvía, börnin eru barasta yndisleg ég ætla að fara að kíkja á myndirnar

9:15 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home