Danska lífið

þriðjudagur, október 24, 2006

Allt er að komast í fastar skorður eftir fríið. Margrét Saga er kát og hress eins og alltaf og hlakkar mikið til því í þessarri viku kemur í ljós hvaða hlutverk hún fær í leikritinu sem árgangurinn hennar á að sýna í nóvember. Hervar minn er ekki eins kátur og systir sín þessa dagana því söknuðurinn eftir afa og ömmu er afskaplega mikill en ég vonast nú að það fari að lagast hjá honum. Hann átti frekar erfitt í skólanum í gær og grét aðeins og vildi fá afa sinn til sín, hann er líka farinn að sofa á milli hjá mömmu og pabba þessa dagana sem okkur finnst ekki leiðinlegt, það er svo notalegt að hafa hann. Það er greinilegt að börnin mín eru afskaplega heppin að eiga svona marga góða að.
Elvira mín er afskaplega ánægð með að vera búinn að endurheimta systkini sín og þau fá ekki frið fyrir henni, hún knúsar og kyssir þau í bak og fyrir og ef hún sér þau ekki að þá kallar hún um leið á þau. Við fórum í gær að sækja Elviru á vöggustofuna eftir skóla hjá krökkunum og þeim var að orði fóstrunum að hún ætti bestu systkini í heimi því hún ljómaði öll og skríkti þegar hún sá að þau voru komin.
Annars er allt við það sama hér í Danaveldi, fórum reyndar í morgun og létum loksins gera við pústrurörið á bílnum okkar og vorum við svo ánægð með bílinn okkar þegar við sátum í honum á leiðinni heim að við vorum eitt sólskinsbros---held reyndar að nágrannar okkar eigi eftir að fagna þess að þurfa ekki að heyra í ósköpunum í bílnum, hann var orðinn ansi hávær.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Frábært að það gengur svona vel með börnin, Hervar á vonandi eftir að jafna sig fljótlega á söknuðinum.

Ég óska ykkur til hamingju með bílinn, það versta er þegar það er verið að gera við þessa bílelskur sem aðeins eru komnar til ára sinna er hve kostnaðurinn er mikill! En við því er ekkert að gera... í staðinn koma þeir manni á leiðarenda ekki satt!

Kveðja úr rigningunni
Helga Atlad.

1:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já ég er sko sammála fóstrunum í þvi að hún Elvira eigi bestustu systkinin. Þau eru svo góð og þolinmóð við litlu krílin!

Vonandi fer hann Hervar að jafna sig, leiðinlegt að honum líði svona illa eftir ferðina.

Fórum með Theodór til læknisins í gær og hann er með háls- og eyrnabólgu. Hann er komin á lyf þannig að hann fer vonandi að batna.

Við biðjum að heilsa liðinu..
Kveðja Sylvía og Gulli

4:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, hún Elvíra er sko heppin að eiga svona skemmtileg og góð systkin. Ég vildi óska að þau hefðu getað verið lengur á Íslandi. Tíminn leið allt of hratt og strákarnir eru mikið búnir að spyrja um frænda sinn síðan hann fór. Viktor var líka svo hrifinn af frænku sinni. Hann segist ætla að giftast henni þegar hann verður stór. Hmmmm, veit nú ekki alveg hvort Margrét taki undir það.
Hafið það gott.
Kveðja, Kristrún.

5:39 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er alltaf gott að eiga góða að.... getur verið erfitt líka að sumu leyti. En til hamingju með það að geta komið og farið eins og þið viljið án þess að láta nágrannanna vita híhí.

8:13 e.h.  
Blogger Bippi said...

Hún Margrét Saga er nú alveg afskaplega geðgóð manneskja!!

Þú verður að segja við Hervar að hann er alltaf velkominn yfir til okkar;o)

Til hamingju með nýja hljóðið í bílinn....;o)

9:20 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home