Danska lífið

fimmtudagur, október 19, 2006

Sprauta, vigtun og mæling....


Elvira Agla fór í sprautu, vigtun og mælingu núna í morgun. Við biðum á biðstofunni í nokkuð langan tíma og eignaðist hún þar ''ömmu og afa'' sem hún þvílíkt knúsaði og var ægilega ánægð með þetta gamla fólk sem vildi helst taka hana heim með sér heim(greinilegt að sum börn eiga ömmu og afa langt í burtu). Stúlkan er ekki búinn að fara í vigtun síðan hún var á Íslandi en hún er orðinn 9.7 kíló sem er undir meðalþyngd danskra barna og 77 cm á lengd sem er aðeins yfir lengd barna hér en þyngdin er eitthvað sem læknirinn hefur aðeins áhyggjur af því hún hefur ekki þyngst nema um 1,2 kíló síðan hún var 5 mánaða þannig að hann ætlar að kíkja á hana aftur eftir jól. Eftir að ég hætti með hana á brjósti gerir hún ekkert annað en að borða allan daginn og lætur okkur vita þegar hún vill borða sem er nánast alltaf með því að segja namminamminamm og labbar inn í eldhús og bendir á ísskápinn eða skápana þannig að ég vona að hún fari nú að þyngjast eitthvað en hún er orðinn voða dugleg að labba þannig að það gæti verið það sem hafi áhrif á þyngdina að hún hreyfir sig svo mikið(vildi að það væri nóg fyrir mig að labba bara og þá færi þyngdin niður;)) Annars gekk sprautan fínt og hún er stálhress í þessum rituðum orðum.

Núna eru bara 2 dagar í krakkana og hlakka ég mikið til, hef nýtt tímann mikið í að læra og er byrjuð á annarri ritgerðinni minni. Ég ætla að ná í þau og nýta tímann í að lesa í lestinni til Köben og svo ætla ég að vera í fríi frá lærdómi það sem eftir er af helginni og knúsa og kyssa börnin mín. Það er spurning hvort þau vilji nokkuð koma aftur heim því þau eru þvílíkt dekruð hjá ömmu og afa, ekki amalegt að eiga svona ömmu og afa............

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já það er sko ekki amalegt að eiga svona góðan afa og ömmu!
Ekki myndi ég nú hafa áhyggjur af vigtinni hjá snúllunni. Orri var í vigtun ( 14 mán ) og er "bara" 9.4 og 76 cm og þau hafa engar áhyggjur af því hér fyrst hann er duglegur að borða og léttist ekki. Er bara greinilega ekki með genin hennar mömmu sinnar;-)sem er náttla bara gott fyrir hann.
Bestu kveðjur af Vallholtinu

1:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleymdi að segja þér að prinsinn hefur verið á kóngafæði síðustu 2 mánuði, fær rjóma út á hafragrautinn og skyrið og það er greinilega að virka því hann hefur aldrei þyngst eins mikið á 2 mán eða um 600 gr. Svo það er um að gera að prófa það;-)

2:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú þarft örugglega ekki að hafa áhyggjur af litlu skutlunni þetta kemur í köstum eins og þú þekkir - annars er ég frekar á móti öllu þessu kílóatali endalaust við erum bara misjöfn eins og við erum mörg á meðan þetta er ekki hættulegt upp eða niður ... skiptir þetta ekki máli heldur bara hvernig manni líður og heilsast. Alltaf gott að eiga góða af.... elsku amma og afi eru alltaf sérstök hjá flestum börnum.
(smartsimi.is) allar uppl.

7:23 e.h.  
Blogger Helga said...

Dugleg hún Elvíra Agla, tek undir þetta með vigtun og mælingar almennt. En sjálfsagt að fylgjast með þessu. Hún sprettur örugglega í vextinum núna, fer að fara sjálf í ísskápinn! Hún er bara mjög fín finnst mér, amk þegar ég sá hana um daginn, samsvarar sér mjög vel.

Við erum að fara í fyrstu sprautuna í næstu viku, vonandi gengur allt vel þar!
Bestu kveðjur

9:34 e.h.  
Blogger Christel said...

Þetta er rétt hjá ykkur stelpur að maður þurfi nú ekki að hafa áhyggjur á meðan hún borðar vel og við erum jú öll ólík og ef hún hefur gen foreldra sinna sem hún ætti nú að hafa að þá á hún eftir að vera skemmtilega löguð í framtíðinni:) Það er samt spurning um að gefa henni rjóma og athuga hvað gerist því ég hef verið að fylgjast sjálf með vigtinni hennar og hún er eins og jójó því stundum þyngist hún og svo getur hún grennst um 300 gr. á mjög stuttum tíma, held það sé samt gott að fylgjast með henni.

Ég pantaði mér síðan box hjá smartsima þannig að nú get ég hringt til Íslands og aðrir til okkar eins og þið væruð að hringja í næsta hús, hlakka til að fá sendinguna, læt ykkur vita um leið og ég fæ númer og þetta er farið að virka.

11:10 f.h.  
Blogger Bippi said...

Þó svo að maður sé nú duglegur að gleyma hlutum þá man ég að Hekla var allt of létt á tímabili.

Hjúkkurnar heima blésu á það því þær sáu litlu skvísuna mína út um allt á biðstofunni.....

Krakkar sem að hreyfa sig mikið hljóta bara að brenna meira;o)

Ég hlakka til að sjá krakkana þína;o)

11:27 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég mæli með smartboxinu ef þú lendir í vandræðum bjallaðu þá bara í mig ég er komin með reynslu hehe .... ekki ánægjulega til að byrja með en núna er ég í skýjunum og tala heim á hverjum degi bara eins og þegar ég bjó þar.

11:07 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home