skammi skamm......
Ég sá þessa frétt á visi.is í dag, ég er nú aldeilis hissa á móðurlandinu núna og á ekki til orð. Ég hálfpartinn skammast mín fyrir að vera Færeyingur þegar ég sé þessa frétt sem er sorglegt því ég er svo stolt af því að eiga rætur í þessu fallega og góða landi þar sem fólkið er svo yndislegt.
Löglegt að hæða og niðurlægja samkynhneigða í Færeyjum
Í Færeyjum er löglegt að hóta, hæða og niðurlægja homma og lesbíur. Danskur háskólanemi hefur hafið alþjóðlega undirskriftasöfnun, til þess að fá þessu breytt.
Í næsta mánuði mun lögþingið í Færeyjum greiða atkvæði um lög sem gera það ólöglegt og refsivert að níðast á samkynhneigðum þegnum eyríkisins. Frumvarpið var einnig lagt fram á síðasta ári, og þá var það fellt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.
Margir hinna færeysku þingmanna þrumuðu þá, með Biblíuna í hendinni, að karlmenn sem lægju með karlmönnum kæmust ekki í himnaríki.
Fram að atkvæðagreiðslunni ætlar danski háskólaneminn Nynne Nörup að safna undirskriftum á netfanginu www.act-against-homophobia.underskrifter.dk. Undirskriftalistinn verður svo afhentur lögþinginu áður en atkvæðagreiðslan hefst.
6 Comments:
Úff, þetta er nú alveg ótrúlegt í vestrænu ríki...en hvernig er það þá?...flýja þá allir samkynhneigðir landið eða?
Ertu að grínast,þetta er nú meira ruglið hvað er í gangi þarna,ég hef nú bara ekki heyrt meiri vitleisu áður.
það er spurning hvort þeir flýji landið eða hvað, vonandi ekki því þetta er eitt fallegasta land í heimi og fólkið það yndislegasta!!!!
sveiattan, ég hélt að allir skandinavíulifandi og tilheyrandi fólk væru með því opnasta, jesús, þetta er nú meiri málfræðin hjá mér, ég biðst afsökunar.... en skilst það sem ég meina?
amk til háborinnar skammar fyrir hið færeyska land að mínu mati.
Ég á ekki til auka tekið orð.
Er þetta djók eða er kannski 1.apríl í Færeyjum?
Ef þetta er satt þá þykir mér þeir nú ansi langt á eftir öðrum þjóðum í jafnréttismálum.
Áfram hommar og lesbíur!!!
Ég heyrði frásögn af því í útvarpinu um daginn að þeir væru meira að segja svo óforskammaðir að einn upprennandi færeyskur tónlistarmaður liggur illa haldinn á geðdeild eftir taugaáfall í kjölfar þess að hafa þurft að þola barsmíðar og aðrar ofsóknir fyrir það eitt að leyna ekki kynhneigðinni.
Skrifa ummæli
<< Home