Danska lífið

föstudagur, nóvember 03, 2006

Nýtt íslenskt símanúmer


Á heimilið er komin lítil saklaus græja sem gerir okkur kleift að hringja til Íslands á viðráðanlegu verði og fyrir þá sem búa á Íslandi að hringja til okkur eins og þeir séu að hringja innanlands, já við fjölskyldan erum búinn að fjárfesta í þessum síma/tæki og viljum endilega benda fólki á að nú er enginn afsökun fyrir því að það sé ekki hægt að hringja í okkur því það sé svo dýrt en allaveganna yrðum við óskaplega glöð að heyra í vinum og ættingjum og sömuleiðis ætlum við að vera dugleg að hringja í vini og ættingja, símanúmerið okkar er 496-0143 þið sláið bara þessu númeri inn og við svörum kát og hress í síman:)

Annars er lítið annað að frétta héðan nema að hér er orðið ansi kalt en fallegt veður, fór í gær og keypti á lilluna mína kuldaskó, hún er svo sæt svona lítil í rauðum kuldaskóm úti að leika!! Henni gengur ofboðslega vel í vöggustofunni og labbar þangað inn sæl og glöð á morgnanna og þegar ég sæki hana vill hún ekki koma heim(ég vona að það þýði ekki að henni finnist við vera leiðinleg). Í morgun fórum við hjónakornin með hana eins og aðra morgna og þá biðu fóstrurnar eftir henni með útvarpstækið í hendinni því hún hafði víst deginum áður dansað og dansað og fannst þeim það svo sætt að þær vildu endurtaka leikinn og ekki fannst henni það leiðinlegt, hvaðan hún hafi danshæfileikana veit ég ekki en pabbi hennar var nú þekktur fyrir að breika:)
Margrét er á leiðinni á leikæfingu í dag og með textann auðvitað á hreinu hvað annað, síðan ætla hún og þrjár aðrar stúlkur að fara á skauta í kvöld og sofa saman, ótrúlega spennandi.
Hervar minn er búinn að jafna sig af afaveikinni þó að afi sé oft nefndur en þá er hann hættur að sofa uppí hjá okkur við mikla gleði okkar hjóna. Hann er að fara á fyrstu inniæfinguna á sunnudaginn í fótboltanum og hlakkar mikið til. Hann er svo yndislegur, spurði mig í morgun hvort ég hefði verið að kaupa mér skó og ég sagðist hafa keypt þá í gær(eru með hælum) þá sagði hann ''en mamma þetta eru ekki svona skór fyrir þig'' nú af hverju ekki svaraði ég ''það er af því að þú ert svona kona sem átt að vera í skóm sem eru ekki með hæla, þú ert nefnilega enginn gella mamma, þú ert bara svona kona sem ert í engum hælum og í pilsi alla daga'' ég gat nú ekki annað en brosað.

Góða helgi nær og fjær

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Yndislegt komment frá dregnum!!!
Frábært að heyra að þið séuð komin með íslenskt símanúmer. Síminn á örugglega eftir að vera rauðglóandi hjá ykkur!!
Ég ætla að slá á þráðinn til ykkar um helgina.

Heyri í ykkur og hafið það rosalega gott.

Kveðja, Kristrún.

4:34 e.h.  
Blogger Kalli said...

Ég er sestur. Bíð við símann. Heyrumst.

6:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með græjuna nú get ég hringt frítt í ykkur af því að ég er með eins græju mitt númer er 496-0096 við verðum bara í bandi.... Commentið er bara yndislega saklaust og fallega meint. Þú lítur svo vel út og ert víst pæja þó þú sért ekki alltaf á hælum hehe...

9:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hehe .. hann Hervar er alveg yndislegur, alltaf svo hreinskilin :) En já ég ættla að drottast yfir til mömmu og hringja í þig. Það er kanski ástæða til að fá sér heimasíma núna :)

En allaveg þá er hann Theodór allur að hressast. Ég skrifaði þvílíka færslu á barnaland svo að þú gætir nú vitað hvernig þetta allt gekk fyrir sig :)

Heyrumst systa

12:21 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home