Danska lífið

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

velkomin í kvöldkaffi, heitt kaffi á könnunni og gulrótarkaka:)

Ég gat sparkað vel í rassgatið á mér í dag og er kominn á fullt skrið með fyrstu ritgerðina mína, ég ætla að skrifa þessa önn báðar ritgerðirnar mínar í sambandi við innflytjendur, hvernig taka á móti innflytjendabörnum inn í skólakerfið og hvernig á að vinna með þeim og fjölskyldu þeirra. Mér finnst þetta mjög spennandi efni og hef mikinn áhuga á að sérhæfa mig í því í náminu.

Um helgina á að reyna að læra eitthvað, fara í saumaklúbb á morgun og undirbúa jólahlaðborðið sem er haldið árlega, fara í bæinn á laugardaginn og sjá Margréti keppa í Lego League þar sem hún er búinn að semja lag fyrir hópinn sinn sem þau ætla að syngja þegar þau kynna Lego vélmennið sitt sem þau eru búinn að hanna og búa til, fara í sund á sunnudagmorgun og svamla þar um eins og selur hehehe

Var að baka gulrótarköku ef einhverjum langar að kíkja inn í kvöldkaffi:)

Góða helgi!!

3 Comments:

Blogger Bippi said...

Æi, verst að missa af gulrótakökunni!! Við Snorri vorum á lúðró þannig að við borðuðum svo seint og þá var orðið aðeins og seint að kíkja yfir....ég veit hvað þú ert kvöldsvæf;o)

En góða helgi öll sömul!!!

10:45 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

aldrei að vita að við droppum inn í smá stund. Við værum ekkert á móti því að fá eina sneið af gulrótaköku.

Við seigum bara áfram Margrét Saga!!

1:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hrikalega ertu dugleg Christel mín og ég er sammál þér í því að þetta er spennandi viðfangsefni í skólanum hjá þér. (hentar þér vel - held þú eigir eftir að brillera með þetta ) ps ég verð heima með krakkana 18 nóv en Matti verður að vinna (eins og alltaf) en ef þið viljið kíkja þá endilega ... alltaf gaman að hitta ykkur.
(talandi um sund þá er frábær sundlaug hér ef þið viljið taka með sundföt og svamla hehe)
Margrét Saga er ótrúleg Go girl.

11:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home