Hrós
Í morgun fór ég eins og vanalega með Elviru mína á vöggustofuna, hún er alltaf svo hoppandi kát að fara þangað á morgnana. Þar hittum við konu sem er frá Íran, flúði þaðan fyrir rúmlega 30 árum síðan. Þessi kona er ótrúlega jákvæð og opinn. Hún hefur sagt okkur frá því af hverju hún fór þaðan og hvernig lífið þar sé nú, hún hefur einnig rætt um að í Danmörku sé rasismi. Nema það að þessi kona og aðrir starfsmenn á leikskólanum eru með ótrúlega þægilegt viðmót og það er mjög létt að tala við þetta fólk, þau taka alltaf á móti okkur með bros á vör. Í morgun kemur þessi íranska kona að mér og segir ,,godmorgen'' og ég svara henni á móti, síðan faðmar hún mig og segir að henni finnist ég svo ,,dejligt forældre'' og að starfsfólkinu líki svo vel við mig og ég sé alltaf svo brosmild, ég nánast tárast og segi við hana að mér líki svo vel við hana, annað starfsfólk og leikskólann og að Elvira sé svo ánægð hér og á þeirri stundu koma konurnar sem vinna á deildinni og segja við mig að það sé alveg rétt hjá henni að ég sé svo góð kona og það sé svo létt að vera í kringum mig og þær faðma mig allar og þá féll ég í grátur hvað annað-----jesús minn þetta var bara eins og í bandarískri bíómynd!!!
Ég labbaði af vöggustofunni með bros á vör með tárin í augunum og ákvað það að ég ætla að vera duglegri að hrósa fólki í framtíðinni:)´
Hrós lengir lífið
6 Comments:
Hrós er líka mjög yndislegt, þú átt þetta svo sannarlega skilið, þú ert svo góð manneskja. Ekki er það nú af verri kantinum að fá svona mótttökur á leikskóla barns síns. Eigðu góðan dag.
Kveðja Helga
Vá en æðislegt,það er svo gott að heyra svona,manni líður svo vel og þær hafa líka alveg rétt fyrir sér þú ert alveg yndisleg ég er svo heppin að eiga þig sem systur.
Þetta ert bara þú í hnotskurn Christel mín;o) Þú hefur ótrúlega hlýja nærveru og það er mjög gott að tala við þig og vera í kring um þig (nema kannski ef þú tapar í spilum;o)). Ekki vera hissa ef að þú lendir í álíka aðstæðum aftur því að ég er sannfærð um að það gerist!!
Það er frábært þegar að fólk man eftir því að hrósa. Maður hugsar oft hlýlega til einhvers en gleymir síðan að segja það við viðkomandi.
Sjáumst í kvöld;o)
Sammála konunum á leikskólanum.
Þú ert frábær!!!!
Kveðja, Kristrún
Vá en frábærar mótökur í leikskólanum.. Nú ættla ég að vera duglegri að hrósa :)
Þið eruð æðislegar stelpur, takk fyrir virkilega falleg orð.
Skrifa ummæli
<< Home