Danska lífið

mánudagur, nóvember 20, 2006



Mamma og pabbi eiga 30 ára brúðkaupsafmæli í dag. Innilegar hamingjuóskir með daginn elsku foreldrar mínir. Þið eruð langlang best!!!!

Þetta eru nú meiri veikindin sem hrjá landsbúa hvort sem það er á Íslandi eða í Danmörku þá virðist eins og ansans ælupestinn og niðurgangurinn ætli að hrjá alla fjölskyldumeðlimi, allaveganna þá fékk snúlla okkar tvisvar ælupest og Margrét ældi á laugardaginn. Við hjónin erum búinn að finna til í maganum en ekkert komið upp en svo í morgun þá er Hervar veikur.....usss uss uss vona að þessu fari nú að ljúka. Svo virðist sem þessi pest hafi verið að hrjá fólkið mitt á Íslandi og þau smitað okkur í gegnum síman:)

Við reyndar styttum okkur stundir í gær og fórum í bambagarðinn, ekki var nú fögnuðurinn mikill hjá unglingnum á heimilinu þegar hún vissi að hún þurfti að druslast með en jú hún átti að vera með í fjölskyldustundinni. Það er alltaf gaman að fara í bambagarðinn með epli og gulrætur og var Elvira svo hissa á þessu öllu saman en sú sem skemmti sér mest í þessarri ferð var sjálfur unglingurinn, hlaupandi út um allt eftir bömbunum með gulrætur í hendinni!!!
Setti inn mynd sem tekinn var í fyrra þegar við fórum í bambagarðinn, nýjar myndir koma bráðlega. Það er búið að ákveða að litla frænka hún Rakel Katrín verður boðinn í svona ferð um jólin.

Farið vel með ykkur!!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er alltaf gaman að kíkja á bambana já og þeim stóru finnst það ekki leiðinlegt þegar að komið er á staðinn ..... Prufið að gefa þeim ósoðið spaghetti og pasta næst þeir alveg elska það (bambarnir)... En vona að veikindi og pestir fara að láta ykkur í friði. Bið að heilsa

10:06 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vonandi fara pestirnar að ganga yfir. Hund leiðinlegt að liggja í þannig. Annars er ég á leiðinni til Dublin í fyrramálið ásamt Lóu og fleira fólki. Eins gott að magapestin láti mig vera :) Bestu kveðjur, Elsa Lára

12:26 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home