Danska lífið

sunnudagur, nóvember 26, 2006

brjáluð vika framundan...................


Það er vægast sagt brjálað að gera í Bøgehaven 8 þessa vikuna. Það er nóg að gera hjá mér í lærdómnum og verð ég að vera ótrúlega dugleg næstu daga við skrif á ritgerðunum mínum. Síðan eru það blessuð börnin sem þurfa athygli fullorðna fólksins á heimilinu,
  • á mánudaginn er bekkjarhittingur hjá Hervari þar sem fullorðnir og börn eiga að spila hokkí og síðan er borðað saman á eftir. Húsmóðurinn þarf að koma með eitthvað á fællesbord
  • Á þriðjudaginn er söngleikurinn sem Margrét er í og er mikil spenna hér á heimilinu, Margrét á að syngja og leika og er stressið farið að gera smá vart við sig fyrir utan það að nýjar bólur hafa litið dagsins ljós á síðustu dögum hjá henni sem er ekki alveg að gera sig svona rétt fyrir sýningu að hennar mati, það er voða ,,fest,, á eftir sýningu með foreldrum, ömmum og öfum og krökkunum öllum í árgangnum. Húsmóðirinn þarf aftur að koma með eitthvað á fællesbord
  • á miðvikudaginn er foreldrafundur hjá Hervari. Búið að biðja húsmóðirinna að koma með eitthvað á fællesbord en held barasta að ég segi pass við því.
  • á föstudaginn er Margrét Saga að fara til Svíþjóðar og kemur aftur á sunnudag, langar einhverjum fullorðnum með, við hjónin eigum erfitt með að komast með á þessum tíma(hvað segið þið með það amma og afi!!!) (hehehe)
  • á laugardaginn er jólahlaðborð hjá okkur íslendingunum sem fluttu út á sama tíma nammi, nammi namm, verst að barnapían okkar er akkurat að fara til Svíþjóðar á þessum tíma.
  • á sunnudaginn er hvíldardagur

Á svona stundum þá saknar maður fólksins síns, vantar svo ömmu og afa, frænkur og frændur til þess að taka þátt í þessu öllu með okkur(okkur vantar sérstaklega pössun hehehe) en svona er þetta þegar maður býr í útlöndum!!! sem betur fer erum við svo heppinn að eiga góða nágranna sem eru gulls ígildi.

Ég vildi að ég ætti fullt af peningum til þess að bjóða Aupairunum mínum í heimsókn:)

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það væri nú ekki leiðinlegt að getað passað fyrir ykkur.. En það er nú víst alveg nóg að gera hér hjá okkur líka, en ég er held að ég sé snillingur að slá öllu á frest.. Einhvernveginn reddast þetta alltaf :)

Sendi klessuknús til sætu grallarana mína

1:27 e.h.  
Blogger Helga said...

Gangi ykkur vel í önnum næstu viku.

8:41 e.h.  
Blogger Bippi said...

Úps...himininn og jörðin hljóta að vera að farast þegar að maður fær bólu rétt fyrir sýningu....Ó MÆ GOD!!!

Snorri fór reyndar í rökum gallabuxum í skólann í morgun...þurru buxurnar inni í skáp voru einfaldlega ekki réttu buxurnar;o)

Ég er til í að passa;o)

10:35 f.h.  
Blogger Christel said...

Ég skil Margréti voða vel að bólurnar eru ekki alveg að koma sterkar inn akkurat núna...góður þessi með buxurnar Heiðrún. Ég hlakka ótrúlega mikið til morgundagsins, að horfa á Margréti og Snorra.

Pössun segirðu Heiðrún, jú takk ég tek boðinu, þið eruð frábær!!

Í dag ætlum við að skemmta okkur með bekknum hans Hervars og ætlum við að njóta þess alveg í botn því þetta eru allt svo skemmtilegir krakkar og skemmtilegir foreldrar.

11:20 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það verður ekki af ykkur skafið þarna í Lystrup en reynið bara að njóta þess og geymið allt sem ekki er nauðsynlegt þangað til seinna.... Þetta verður eftirminnileg vika hjá ykkur.
Góða skemmtun ( munið eftir myndavélum)

11:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá það er ekkert smá að gera. Gott að þið séuð komin með pössun. Bestu kv. Elsa Lára.

1:43 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home