Danska lífið

sunnudagur, desember 10, 2006

óska eftir fleirri tímum í sólarhringnum......

Getur verið að tíminn sé fljótari að líða þegar maður þarf virkilega á því að tíminn hægji á sér, mig vantar svo miklu fleirri tíma í sólarhringnum, er á kafi í ritgerðarvinnu og gengur frekar hægt. Ég var búinn að lofa sjálfri mér því að vera búinn að skila af mér þegar Atlanta systir kæmi þann 21. des. en ég sé ekki fram á það þannig að ég verð víst að læra eitthvað milli jóla og nýárs. Hverjum dettur í hug að láta prófskil vera þann 3. janúar, þetta er nú meiri vitleysan...

Annars er allt í góðu hér, búið að vera rosa gott veður hérna í dag og í gær, 12 stiga hiti og sól. Margrét fór í bæinn í gær með vinkonum sínum að versla jólagjafir. Jólagjafirnar frá okkur til Íslands fóru í gám núna fyrir helgi og því miður náðum við ekki að klára allt og ansans jólakortin þau gleymdust í öllu lærdómsstressinu. Þessu verður að koma í póst í vikunni svo allir heima fái jólagjafirnar sínar og jólakortin.
Elvira snillingur er búinn að vera frekar pirruð þessa vikuna, er á fullu í tanntöku og er gómurinn hennar að verða ansi fylltur af tönnum, kvölin er stokkbólgin. Annars eru nýjustu orðin á dönsku, nej(nei) og op(upp). Í kvöldmatnum kom eitt nýtt orð og er það mog(mjólk) og svo er hún farinn að segja ansi skýrt sko(skór) þegar hún vill fara út, ásamt því að segja nokkur önnur orð. Hún er voða dugleg að segja okkur hvað hún vill og virðist skilja íslenskuna og dönskuna jafnvel og furða þær sig á því á vöggustofunni hvað hún gerir sig skiljanlega og að hún skilji þær svona vel.
Hervar minn fór í blóðprufu á föstudaginn og var rosa sterkur og fór ekkert að gráta, fékk flottann plástur og risastóran ís í verðlaun. Við fáum að vita niðurstöðurnar úr blóðprufunni á morgun.

jæja best að hætta þessu, kominn tími á að halda áfram að læra!!!

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er aldeilis að snúllan er dugleg að tala. Hér á þessu heimili er ekkert sagt nema mamma og svo bara öskrað til að gera sig skiljanlegan.
En Christl mín væriru til í að senda mér heimilisfangið ykkar í pósti ibt@simnet.is
Bestu kveðjur af Vallholtinu

9:37 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Christel átti þetta að vera.

9:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað hún er dugleg að tala, verður sennilega óstöðvandi eftir stuttan tíma. Þetta er greinilega að ganga þarna hjá ykkur í Bögehaven. En frábært að Hervari gekk vel í blóðprufunni, vonandi verður allt í lagi með niðurstöðurnar. Jólakveðjur úr rigningunni.
Kveðja
Helga

2:05 e.h.  
Blogger Christel said...

var að senda þér póst Jóhanna en annars er heimilisfangið okkar Bøgehaven 8, 8520 Lystrup, Danmark.

11:33 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ.
Greinilega nóg að gera á þínu heimili. Gangi þér vel Christel mín og bestu kveðjur, Elsa Lára.

1:11 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ef þú finnur einhverja leið til að fjölga tímunum í sólahring´num þá máttu endilega láta vita af því ( það er svo bara hægt að taka það af öðrum dögum seinna .... En það er ekki lognmollan í kringum þig frekar en venjulega, gangi þér vel í prófunum og öllu bið að heilsa.

1:25 e.h.  
Blogger Bippi said...

Baráttukveðjur úr nr. 17;o)

Annars á að skera út og steikja laufabrauð á laugardaginn. Eruð þið með? ;o)

10:25 e.h.  
Blogger Christel said...

Gunni og krakkarnir eru til í að vera með í laufabrauðsgerðinni en ætli ég verði ekki að segja pass og nýta tímann í lærdóm (ógeðslega leiðinlegt). Takk fyrir boðið:)

1:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home