Danska lífið

föstudagur, desember 15, 2006

Gunni á afmæli í dag

Eiginmaðurinn minn á afmæli í dag, er 32 ára gamall. Það styttist ótrúlega í fertugsaldurinn. Við hjónin eigum langa sögu að baki í sambandi okkar enda búinn að vera saman í ...(dísus ég get ekki gefið það upp hér hvað við erum búinn að vera lengi saman, ótrúlega langur tími) en allaveganna þá var hann á efri hæðinni í kirkjunni þegar ég fermdist!!! jæja en ekki meira um það. Allaveganna er ég svo heppinn að eiga svona góðan mann sem ég elska út af lífinu. Ég held barasta að ég verði meira ástfangnari af honum með hverju árinu ef það er hægt að segja það þannig. Með því að flytja til útlanda varð samband okkar sterkara en það hefur nokkurn tímann verið og ætlum við að verða gömul og grá saman, okkur hlakkar mikið til þegar við fáum tíma fyrir okkur sjálf, þá meina ég þegar börnin eru orðinn stærri. Þá ætlum við að gera marga skemmtilega hluti saman tvö ein, við erum reyndar alltaf að gera fullt af skemmtilegum hlutum en það er aðeins erfiðara að fara eitthvað tvö ein svona í útlandinu. Hann tók stóra ákvörðun í lífi sínu á þessu ári og hefur staðið sig eins og hetja enda er hann hetjan mín.

Gaman væri nú ef þið gætuð kvittað fyrir ykkur þegar þið komið og kíkið á síðuna. Minni á símanúmerið okkar íslenska og er það 496-0143

3 Comments:

Blogger Bippi said...

Hann Gunni er ALGJÖR HETJA í mínum augum....maður gleymir bara alltaf að segja honum það!!!!

Þið eruð það reyndar bæði tvö og eruð ótrúlega góð saman.

Ég smelli á ykkur á eftir;o)

4:34 e.h.  
Blogger Kalli said...

Ég næ nú ekki kossi á ykkur í dag. En færi ykkur kveðju í tilefni dagsins. Ég byrjaði reyndar daginn á að blogga og óska Gunna til hamingju með daginn.

6:49 e.h.  
Blogger Óskar þór said...

Innilega til hamingju með hann Gunnaling, hann er fínn kallinn og prúðmenni, þú ert líka æði og ég elska ykkur öll

12:54 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home