Jólakveðja
Ég ætla að láta þetta vera mitt síðasta blogg fyrir jól og vil ég því óska öllum gleðilegra jóla. Við fjölskyldan verðum í Danmörkinni um jólin. Atlanta systir og fjölskylda verða hér hjá okkur, okkur hlakkar mikið til að fá þau í heimsókn. Búið er að kaupa öndina sem á að borða á aðfangadag og allt að verða klárt. Ritgerðaskrifin mín ganga hægt en viljinn er mikill og munu ritgerðirnar verða tilbúnar 3. jan. þegar skil verða með því að ég læri á milli jóla og nýars, ég hefði viljað að ég þyrfti ekki að læra um jólin en svona er þetta. Börnin mín fara í jólafrí á fimmtudaginn og er skemmtun í skólanum þann daginn þar sem Margrét Saga mun syngja einsöng og dansa með vinkonum sínum.
Hafið það sem allra best um jólin!!!
8 Comments:
Ohhh, ég hefðu nú gjarnan viljað fá meira blogg. Alltaf gaman að geta fylgst með ykkur.(ein frek)
Ég vona svo innilega að það eigi eftir að ganga vel með ritgerðirnar hjá þér. Guð hvað ég vorkenni þér að þurfa að hafa þetta hangandi yfir þér í jólafríinu. Vonandi átt þú samt eftir að eiga góðar stundir með fjölskyldu þinni og Atlöntu. Hafið það rosalega gott og við eigum eftir að sakna ykkar mjög, mjög mikið.
Jólakveðja frá Kristrúnu og co.
Kær jólakveðja frá okkur héðan í Þýskalandi. Það var rosagaman að hitta ykkur í haust og væri nú gaman að hittast áður en við flytjum heim en hver veit hvenær það svosem verður. Gæti verið snögg ákvörðun sem kæmi.
Gleðilega jólahátíð og gott nýtt ár kæru vinir. Vonandi á það ekki eftir að spilla gleðinni að þurfa að læra á milli hátíðanna.
Kannski gefst nú tími til að blogga, ég er dugleg að kíkja á ykkur. Bestu kveðjur Helga A.
Kæru vinir.
Gleðileg jól og hafið það gott á nýju ári.Gunni til hamingju með afmælið.
jólakveðja
Halldóra og fjölskylda
Við eigum eftir að hafa það voða gott um jólin, í dag skín sólin og veðrið er æðislegt, vonandi að það haldi áfram að vera svona um jólin. Ritgerðaskrifin eiga eftir að hanga yfir mér um jólin en ég læt það samt ekki spilla jólagleðinni og jólabarninu í mér:)
Við eigum eftir að sakna ykkar ótrúlega um jólin Kristrún, saknaðarkveðjur frá okkur(hvernig væri nú að fara að kíkja á okkur í heimsókn, til að minnka söknuðinn:) knús og kossar til Ester Lindar, Marteins og Viktors!!
Takk fyrir samveruna Helga, það var yndislegt að hitta ykkur og aldrei að vita nema að við kíkjum á ykkur í heimsókn. Hafið það sem allra best um jólin og á nýja árinu.
Takk Halldóra fyrir kveðjuna, hafið það sem allra best yfir jólin og vonandi hittumst við um páskana þegar við komum til Íslands.
Elsku Christel mín og fjölskylda.
Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þakka liðnar stundir.
Jólakortið kemur dálítið seint til ykkar þar sem það fór í póst í dag.
En gangi þér vel með ritgerðirnar allar.
Ég þarf að fá Eyrúnu með mér til ykkar einhvern tíman :)
Knús, Elsa Lára og co.
Gleðileg jól til ykkar allra! Vona að þið hafið það sem best yfir hátíðirnar við mat og söng. Gangi þér vel með námið og vonandi truflar það ekki jólahaldið um of. Verður örugglega rosa gott að hafa systur sína hjá sér!
Jólakveðjur frá okkur í London!
Kæra fjölskylda
Greinilegt á öllu að allt gangi vel hjá ykkur. Það er gaman að fylgjast með, þá sérstaklega frammistöðu dótturinnar í söngnum.
Við fjölskyldan óskum ykkur gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs
kveðja
Hallgrímur Ólafsson og fjölskylda
Gleðilegt ár kæru vinir vona að þið hafið notið hátíðanna ... efast um að jólakortið ykkar sé komið þar sem það fór í ferðalag til íslands fyrst híhí .... vona að nýja árið verði ykkur farsælt.
Skrifa ummæli
<< Home