Danska lífið

þriðjudagur, mars 06, 2007

kveðjustund snökt, snökt........

Það er heldur betur tómlegt í kofanum núna eftir að gestirnir fóru frá okkur. Það var yndislegt að hafa gesti. Elvira talaði upp úr svefni í nótt litla skottan og kallaði ,,Theodooo Theodooo,, já hún var að kalla á frænda sinn hann Theodór sem hún leitar að og leitar út um allt hús eftir að hann fór og skilur ekkert í þessu. Þau voru svo yndisleg saman frændsystkinin, þau leiddust út um allt og knúsuðu og kysstu hvort annað, bara yndislegust. Í gærkvöldi þegar Elvira átti að fara að sofa kallaði hún afa, Syvvvía og Theodoooo og vantaði svo knús og koss frá þeim fyrir svefninn, æi vonandi verður ekki langt í það að hún fái afa og frænku og frænda koss aftur.
Afi fór með afastrákinn sinn í bíóferðir og þótti Hervari það nú ekki leiðinlegt. Margrét fékk sína stelpuferð í búðir sem hún hafði óskað sér og var verslað og verslað eins og við erum nú þekktar fyrir stelpurnar í fjölskyldunni.
Stærri börnin eru farinn að venjast því að þurfa að kveðja fjölskylduna og orðinn þeim mun vanari í að sætta sig við að það sé enginn til að knúsa þau nema mamma og pabbi. Æi ég sakna gestana alveg ótrúlega mikið, er farinn að vera svo meir þegar fólk fer frá okkur og vill helst halda í þau sem lengst.......ég held ég eigi aldrei eftir að þykja kveðjustundir vera auðveldar.

Annars er ég að fara til læknis með gríslingana mína, Hervar er búinn að kvarta undan eyrnaverk og hefur varla geta sofið né leikið sér fyrir verk þannig að nú á að kíkja á drenginn. Elvira hefur verið með hósta síðan fyrir jól og aldrei almennilega losnað við hann og er hún sérstaklega slæm á nóttinni og sefur því oft ekki nægilega vel. Hún er með grænt hor og augun í henni eru stokkbólgin þannig að vonandi fær hún eitthvað við þessu svo ég geti farið að komast í skólann.

Svo ég segi ykkur sögur af sjálfri mér þá er ég búinn að lenda í því á meðan gestirnir voru hjá mér að detta niður stiga og ganga á glugga....geri aðrir betur!!!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvaða, hvaða....

Ég er nú svo forvitin, hvernig fór með magastandið á Hervari? Hann er vonandi ekki með mikla eyrnabólgu? Verst með þennan hósta í þessum krílum, Balthasar er líka hóstandi, held að það vanti raka inni hjá manni, með hitann á fullu og svona, veit það ekki samt. Vonandi batnar þetta, það er ekki gott þegar þau vakna fyrir hósta á nóttunni.

Hvernig er það, þýðir eitthvað að bjóða ykkur í kaffi um páskana??? í Jörundarholtið þá vissulega, húsið er náttlega líka laust og Alex eitthvað heima í Þýskalandi ef þið viljið:-)

kveðja
Helga

12:40 e.h.  
Blogger Christel said...

Hæ Helga

Magaástandið á Hervari hefur aðeins batnað en hann er mjög slæmur ennþá, við fengum bréf frá lækninum í desember og við vorum boðuð núna á miðvikudaginn í læknistíma en svo var hringt og tíminn afboðaður þangað til 20 apríl, þá erum við búinn að bíða í meira en 4 mánuði eftir að komast til barnalæknis.
Ég var annars að koma frá lækninum með þau bæði og þau eru bæði sem sagt Elvira og Hervar með eyrnabólgu og ég fæ ekki neitt við því, var sagt að koma aftur eftir 3 vikur og ef þau eru ennþá með eyrnabólgu þá að þá fara þau til eyrnalæknis......þetta kerfi hérna er óþolandi.

Takk fyrir boðið Helga mín, það hefði verið gaman að kíkja á ykkur öll í Þýskalandi en við þiggjum gott kaffboð í Jörundarholtinu. Við erum ekki enn búinn að panta því við erum búinn að vera svo óákveðinn hvað við eigum að vera lengi og hvenær við eigum að fara í heimsókn út af vinnu og skólum en við erum ákveðinn í því að koma og látum þig vita hvenær við verðum á ferðinni.

2:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Christel mín.
Mikið er búið að vera gaman hjá ykkur. Héðan er allt gott að frétta, reyndar aðeins of mikið að gera í skólanum núna. Fullt af verkefnum í gangi. Það gengur bara vel með krakkana og nú bíðum við spennt eftir að heyra hvenær þið komið til Íslands. Er búið að panta far um páskana????

Vonandi lagast eyrnabólgan sem fyrst.Bið að heilsa öllum
Kv. Kristrún.

6:37 e.h.  
Blogger Bippi said...

Æi, vonandi batnar þeim nú fljótt!!

En það hlýtur að vera erfitt þegar að ekkert er gert fyrir ykkur.

Einhverntíman heyrði ég að maður ætti að láta hvítlauk í eyrað, en ég hef aldrei prufað það sjálf.

4:48 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home