Danska lífið

laugardagur, febrúar 24, 2007

snór

Það er búið að vera meira ástandið í Danmörkinni undanfarna daga. Hér hefur snjóað undanfarna daga sem varð til þess að hele familien er veðurteppt heima, skólar lokaðir og klúbburinn lokaður sem Gunni vinnur í. Það hafa verið búinn til þessi flottu snjóhús en það verst við þetta allt er að ég hef ekki notið þess að geta farið með krökkunum út vegna leiðinda flensu sem hefur hrjáð mig, höfuðverkur, hiti, kvef og beinverkir en sem betur fer er ég nú öll að hressast enda má ég ekki við því að vera veik þegar við eigum von á gestum frá Íslandi.

Ég er að upplifa það í fyrsta skipti á ævinni svo ég muni að fara út í búð og búðin sé nánast tóm, enga mjólk að fá og aðrar nauðsynjavörur þannig að nú er bara að éta upp úr frystikistunni og drekka vatn með!!

Ef einhver hefur geymslupláss fyrir sófasett og stól á Íslandi þá endilega látið mig vita, erum með gamalt sófasett sem við tímum ekki að henda og viljum koma í geymslu ef einhver hefur pláss.

3 Comments:

Blogger Bippi said...

Farðu vel með þig Christel mín og láttu liðið stjana við þig! ;o)

4:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég geri það, er alltaf að láta alla heimilismeðlimi stjana við mig:)

En almáttugur minn hvað ég hef verið að drífa mig við að skrifa í dag því það er SVO margar stafsetningarvitleysur hjá mér t.d. snór í staðinn fyrir snjór.... og ég kann ekkert að laga þetta þannig að þetta verður bara að vera svona:(

11:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman með snjóinn og fríið, vonandi fær Gunni það borgað:-) En í sambandi við geymslupláss því miður get ég ekki hjálpað. Væri nú alveg til í að einhver gæti geymt fyrir mig innihald úr 40 feta gámi sem við ætlum að druslast með til Íslands þar til húsið verður tilbúið, hehe....

Já það er örugglega mjög sérstakt að fara í búð að versla og að ekkert sé til....

kveðja í kotið
Helga

8:51 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home