Danska lífið

mánudagur, febrúar 19, 2007

Bolla bolla........................

Við hjónin skelltum okkur á þorrablót íslendingafélagsins á laugardaginn og skemmtum við okkur óskaplega vel, frábær matur, hljómsveitin sixties var frábær og Helga Braga var æði. Gærdagurinn var frekar ónýtur hjá húsmóðurinni en hún er öll að skríða saman. Í kvöldmatinn verður íslenskt lambakjöt, hangikjöt og harðfiskur sem við fengum gefins eftir blótið nammi nammi namm.

Í dag er bolludagur og er ég búinn að skella í nokkur stykki af vatnsdeigsbollum, á þessu heimili vilja allir fá vatnsdeigsbollur með rjóma, búðing og sultu þannig að hér eru bollur í kaffinu. Hervar og Elvira fóru í búningum í morgun í skólann og vöggustofu í festelavnsfest.

Unglingurinn á heimilinu svaf uppí hjá okkur í nótt vegna magapestar sem var að hrjá hana, mér finnst æðislegt að hún vilji enn kúra uppí hjá okkur og vill hún helst vera á milli sem okkur finnst alls ekki leiðinlegt, það er líka svo notalegt að vakna á morgnana þegar börnin eru uppí.

Eigið góðan dag, ég ætla allaveganna að skemmta mér við matarát á þessum góða mánudegi:)

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

gott þið skemmtuð ykkur (ekki að ég hafi átt von á öðru...)
Verði ykkur að góðu.

10:49 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú fórst á kostum á laugardaginn skvís :) Get ekki annað sagt en að ég hafi líka skemmt mér alveg konunglega :)
Sjáumst við svo ekki næstu helgi :)
Kveðja Hrefna :)

8:52 f.h.  
Blogger Bippi said...

Já, ég held að Christel hafi verið ein sú skemmtilegasta á Þorrablótinu, að öðrum ólöstuðum!!

Þú ert frábær Christel mín;o)

4:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Frábært að þú skemmtir þér vel. Ég fór einmitt í partý á föstudaginn og skemmti mér rosa vel framan af :) Tala ekki um seinni part nætur, hehe :) En laugardagurinn var ónýtur :) Knúsur til þín, Elsa Lára.

Kemur þú heim um páskana? Ef svo er, eigum við ekki að reyna hittast, ég þú og Eyrún? :)

10:43 e.h.  
Blogger Óskar þór said...

Þú varst sannarlega hrókur mikils fagnaðar

6:47 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home