frábærar fréttir
Við fjölskyldan fengum æðislegar fréttir í gærkvöldi, við eigum von á heimsókn eftir rúmlega tvær vikur, afi, Sylvía og Theodór frændi ætla að koma til okkar. Við erum ótrúlega spennt enda ekki búinn að hitta þau í marga mánuði. Í morgun vöknuðu börnin kát og voru ekki lengi að rífa niður dagatalið og merkja inn á það og telja í leiðinni hversu margir dagar væru í gestina. Hervar er hoppandi kátur og búinn að skipuleggja bíóferð með afa og Margrét var ekki lengi að átta sig á því að hún gæti nú aldeilis farið með frænku sinni í bæjarferð því það er alltaf opið fyrsta sunnudaginn í nýjum mánuði!!! Allaveganna erum við ógeðslega spennt og ætla ég að njóta þess í botn að hafa þau hérna hjá okkur.
3 Comments:
úje.. opið á sunnudeginum líka.. mér þykir það nú ekki leiðinlegt.. það verður stuð hjá okkur frænkunum að kíkja í búðir saman og keipt eitthvað flott.. Afi og Hervar verða bara heima og passa fyrir okkur :)
Get ekki beðið eftir að koma og knúsa ykkur öll.. hlakka líka svo til að sjá Theodór og Elviru Öglu saman.. úff þetta verður æði.
Nú fer ég og merki líka á dagatalið mitt :)
Frábært að fá gesti, við komum fljótlega......
njótið þess eins og þið getið það er alltaf gott að fá góðar heimsóknir... bara rétt að kvitta fyrir komuna. bið að heilsa öllum hinum
Skrifa ummæli
<< Home