Danska lífið

þriðjudagur, apríl 17, 2007

Þegar maður býr í útlandinu fer maður að meta betur það sem maður á t.d. fjölskyldan og vinir, maður flytur í burtu í ókunnugt land og þekkir ekki neinn til að byrja með. Maður verður ótrúlega góður í því að kynnast fólki því maður þráir félagsskap því vinirnir þeir eru heima og fjölskyldan og einhver þarf að koma í þeirra stað. Við vorum svo heppin að vinir okkar fluttu hingað út á sama tíma og við og höfum við notið þess að vera með þeim og þau komið í stað fjölskyldu og eru í raun fjölskyldan okkar hér úti. Síðasta sumar stækkaði ,,fjölskyldan,, því í götuna flutti yndislegt fólk. Þegar við komum heim frá Íslandi á dögunum var búið að taka póstinn fyrir okkur og raða honum snyrtilega á eldhúsborðið og búið að fylla ísskápinn af nauðsynjavörum. Við erum ótrúlega heppin að eiga svona góða ,,fjölskyldu,, hér í danmörkinni.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

En þið heppin :)

Vona að þið hafið notið íslands, en það sé gott að koma "heim".Kveðjur, ERla

12:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er ómetanlegt að hafa svona "fjölskyldu", eigið góðar stundir saman....

Héðan er allt gott að frétta, gaman í vinnunni, Nína hefur fengið rosa góðar mótttökur og er bara ALDREI heima.... Eitthvað frekar nýtt fyrir mér en GAMAN fyrir hana...

Balthasar er bara svo kvefaður og með í eyrunum og alles, ég skil þetta ekki....

Jæja ég bið að heilsa
kv.
Helga

11:42 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er gott að eiga góða að bæði heima og að heiman .... ómetanlegt.
heyrumst fljótlega.

12:20 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég veit nú bara ekki hvað við gerðum án ykkar, Bögehavensgengisins... ég er svo leiðinleg að ég vona bara innilega að þið flytjið ekki á undan okkur heim;o)

*knús* Heiðrún

3:13 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home