Danska lífið

mánudagur, apríl 23, 2007

Á laugardaginn kom gámafélagið í mat til okkar. Gunni bjó til vísur sem átti að gefa til kynna hvað þemað átti að vera, flestir sátu sveittir við að finna út úr vísunum og aðrir höfðu mjög gaman af, svarið var gamanmál. Hér mættu margar furðulegar og skemmtilegar persónur og var virkilega gaman hérna hjá okkur.

Annars gengur allt sinn vanagang á heimilinu allir komnir í sína rútínu eftir páskafrí, Elvira Agla er ánægð og glöð á vuggestuen og klappar og syngur í bílnum þegar við nálgumst vuggestuen. Hún er farinn að borða aftur stúlkan eftir veikindi eftir að við komum heim. Amma og afi gáfu stúlkunni sandkassa í sumargjöf og hefur hann verið mikið notaður mörgum sinnum á dag af börnunum á heimilinu. Hervar minn fór til læknis út af maganum og á hann að fara í röntgenmyndatöku og á að kíkja eitthvað betur á hann. Annars er hann kátur og hress þó afasöknuðurinn sé mikill, hann verslaði sér trompet um daginn í sumargjöf og skemmtir hann okkur með spiliríi. Margrét Saga mín er hvað ánægðust þessa dagana með að vera kominn heim eftir páskafríið og er ánægð og glöð með skólann og vinina. Hún fékk skemmtilegar fréttir um daginn og á hún von á vinkonu sinni í heimsókn frá Íslandi í sumar og hlakkar henni mikið til. Við foreldrarnir erum auðvitað ánægð með allt saman og hlökkum til sumarsins enda verður mikið að gera hjá okkur og margar heimsóknir í sumar sem okkur finnst skemmtilegt. Lærdómurinn er að verða brjálaður núna og verður það þangað til í endann maí en þá er ég kominn í sumarfrí.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt sumar öll sömul. Það lítur aldeilis út fyrir mikinn gestagang hjá ykkur í sumar. Spurning hvort þið verðið ekki bara orðin leið á gestum þegar við mætum á svæðið:) Nú erum við á fullu að skoða sumarhús. Ester Lind er orðin svo spennt hún situr við tölvuna og skráir niður hjá sér öll hús sem henni líst vel á. Hún gerir sko ráð fyrir að frænkurnar fái gott herbergi!!!

Annars er próftörnin byrjuð hjá mér. Ég fer í tvö próf strax í næstu viku.

Vonandi að Hervar fari að líða betur í maganum og gangi þér vel að læra Christel mín.

Kveðja til ykkar allra frá Kristrúnu.

2:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt sumar kæra fjölskylda :) Vildi að ég kæmist til Dk í sumar en það verður að bíða betri tíma. Í sumar er það bara vinnugallinn sem virkar til að koma okkur sem fyrst inn í nýja húsið ... hvenær sem það verður :) En bestu sumarkveðjur, Elsa Lára.

7:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Christel, ertu med email sem eg ma skrifa ther a?

kv. Erla

8:12 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ stelpur

Það er greinilega nóg að gera hjá öllum, gangi þér vel Kristrún í prófunum.

Vinnugallinn Elsa Lára þú verður að taka mynd af þér í honum, verst að geta ekki hjálpað ykkur eitthvað.

Erla emailið okkar er gunnarsturla@webspeed.dk

11:12 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt sumar, það er gott að allt er að komast í samt horf lag eftir fríið. Það verður gaman hjá ykkur í sumar að fá allar heimsóknirnar í sumar.

kveðja Helga

3:26 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home