Danska lífið

fimmtudagur, apríl 26, 2007

Held barasta að það sé komið sumar!!

Hvað er þetta eiginlega með danina og hunda. Það virðist eins og allir danir þurfa að eiga hunda og þá helst tvo, það er maður hér í hverfinu sem þarf að viðra hundinn sinn á morgnanna og hefur fundið sér þennan fína stað til þess hérna rétt fyrir aftan garðinn hjá okkur. Hann hefur tekið sér göngu með hundinn alltaf á sama tíma rétt yfir sjö og sleppur hundinum lausum og svo stendur maðurinn og smókar sig á meðan hundurinn mígur og skítur eins og hann eigi lífið að leysa og svo rölta þeir í burtu hundurinn og maðurinn og skilja eftir sig sígarettur og þvílíkan hundaskít. Svo fara börnin mín og annarra í hverfinu seinna um daginn og fara og leika sér þarna þar sem sígarettustubbarnir eru í massavís og hundaskíturinn flæðir út um allt (lekkert???). Hvað er í gangi með danina afhverju geta þeir ekki tekið upp skítinn eftir hundana sína, þetta er óþolandi!!!

Að öðrum aðeins skemmtilegri fréttum að þá er búið að vera geggjað veður hérna undanfarna daga og á það víst að halda áfram, hér er grilllykt úr hverjum kofa þegar líður að kvöldmat og maður situr úti á stuttermabolnum. Elvira elskar garðinn og er þar allan daginn, þegar hún vaknar á morgnanna vill hún helst fara út hún nær sér í stígvélin og segir ,,kassi kassi,, og vill þá komast í sandkassann, annars er helgin að mestu skipulögð ég er á leiðinni út í Ry sem er lítill bær ekki langt í burtu frá okkur og er ég að fara með foreldrafélaginu að skoða þennan stað fyrir verðandi ferð okkar þangað með bekkinn hennar Margrétar í júni. Gunni verður hér heima í pössunarstarfi því við verðum með auka tvö börn hjá okkur á laugardag eitthvað ætlar karlinn að gera í garðinum því grasið sprettur og sprettur og arfinn farinn að garga á okkkur. Á sunnudaginn ætlum við að reyna að komast í sveitarúnt og kíkja á nýja húsið hjá vinafólki okkar.

Góða helgi.

mánudagur, apríl 23, 2007

Á laugardaginn kom gámafélagið í mat til okkar. Gunni bjó til vísur sem átti að gefa til kynna hvað þemað átti að vera, flestir sátu sveittir við að finna út úr vísunum og aðrir höfðu mjög gaman af, svarið var gamanmál. Hér mættu margar furðulegar og skemmtilegar persónur og var virkilega gaman hérna hjá okkur.

Annars gengur allt sinn vanagang á heimilinu allir komnir í sína rútínu eftir páskafrí, Elvira Agla er ánægð og glöð á vuggestuen og klappar og syngur í bílnum þegar við nálgumst vuggestuen. Hún er farinn að borða aftur stúlkan eftir veikindi eftir að við komum heim. Amma og afi gáfu stúlkunni sandkassa í sumargjöf og hefur hann verið mikið notaður mörgum sinnum á dag af börnunum á heimilinu. Hervar minn fór til læknis út af maganum og á hann að fara í röntgenmyndatöku og á að kíkja eitthvað betur á hann. Annars er hann kátur og hress þó afasöknuðurinn sé mikill, hann verslaði sér trompet um daginn í sumargjöf og skemmtir hann okkur með spiliríi. Margrét Saga mín er hvað ánægðust þessa dagana með að vera kominn heim eftir páskafríið og er ánægð og glöð með skólann og vinina. Hún fékk skemmtilegar fréttir um daginn og á hún von á vinkonu sinni í heimsókn frá Íslandi í sumar og hlakkar henni mikið til. Við foreldrarnir erum auðvitað ánægð með allt saman og hlökkum til sumarsins enda verður mikið að gera hjá okkur og margar heimsóknir í sumar sem okkur finnst skemmtilegt. Lærdómurinn er að verða brjálaður núna og verður það þangað til í endann maí en þá er ég kominn í sumarfrí.

þriðjudagur, apríl 17, 2007

Þegar maður býr í útlandinu fer maður að meta betur það sem maður á t.d. fjölskyldan og vinir, maður flytur í burtu í ókunnugt land og þekkir ekki neinn til að byrja með. Maður verður ótrúlega góður í því að kynnast fólki því maður þráir félagsskap því vinirnir þeir eru heima og fjölskyldan og einhver þarf að koma í þeirra stað. Við vorum svo heppin að vinir okkar fluttu hingað út á sama tíma og við og höfum við notið þess að vera með þeim og þau komið í stað fjölskyldu og eru í raun fjölskyldan okkar hér úti. Síðasta sumar stækkaði ,,fjölskyldan,, því í götuna flutti yndislegt fólk. Þegar við komum heim frá Íslandi á dögunum var búið að taka póstinn fyrir okkur og raða honum snyrtilega á eldhúsborðið og búið að fylla ísskápinn af nauðsynjavörum. Við erum ótrúlega heppin að eiga svona góða ,,fjölskyldu,, hér í danmörkinni.

sunnudagur, apríl 15, 2007

Í dag er geggjað veður og allir í stuttbuxum og stuttermabol. Búið er að girða garðinn....
Lífið er ljúft!!

laugardagur, apríl 14, 2007

Við erum komin heim...

Við erum komin heim eftir góða páskaferð á íslandinu. Ferðin var æðisleg og nutum við þess að vera með fjölskyldu og vinum, ég held barasta að við höfum náð að heimsækja næstum alla þannig að takmarkinu var náð og var allstaðar var vel tekið á móti okkkur enda ekki við öðru að búast hjá svona góða fólki sem við þekkjum, takk kærlega fyrir okkur allir.

Nú tekur hversdagsleikinn við með mörgum ósvöruðum spurningum um hvað maður ætlar að verða þegar maður verður stór!!

Við komum heim í bong og blíðu og er spáð alveg geggjuðu veðri núna um helgina þannig að nú er ekkert annað en að taka upp garðhanskana og fara að vinna í garðinum. Við ætlum að girða garðinn þannig að snúlla nái ekki að hlaupa út á götu og svo á að fjárfesta í sandkassa. Ætli það verði ekki grillað á webbernum mikið næstu daga......

Góða helgi.