Danska lífið

laugardagur, febrúar 24, 2007

snór

Það er búið að vera meira ástandið í Danmörkinni undanfarna daga. Hér hefur snjóað undanfarna daga sem varð til þess að hele familien er veðurteppt heima, skólar lokaðir og klúbburinn lokaður sem Gunni vinnur í. Það hafa verið búinn til þessi flottu snjóhús en það verst við þetta allt er að ég hef ekki notið þess að geta farið með krökkunum út vegna leiðinda flensu sem hefur hrjáð mig, höfuðverkur, hiti, kvef og beinverkir en sem betur fer er ég nú öll að hressast enda má ég ekki við því að vera veik þegar við eigum von á gestum frá Íslandi.

Ég er að upplifa það í fyrsta skipti á ævinni svo ég muni að fara út í búð og búðin sé nánast tóm, enga mjólk að fá og aðrar nauðsynjavörur þannig að nú er bara að éta upp úr frystikistunni og drekka vatn með!!

Ef einhver hefur geymslupláss fyrir sófasett og stól á Íslandi þá endilega látið mig vita, erum með gamalt sófasett sem við tímum ekki að henda og viljum koma í geymslu ef einhver hefur pláss.

mánudagur, febrúar 19, 2007

Bolla bolla........................

Við hjónin skelltum okkur á þorrablót íslendingafélagsins á laugardaginn og skemmtum við okkur óskaplega vel, frábær matur, hljómsveitin sixties var frábær og Helga Braga var æði. Gærdagurinn var frekar ónýtur hjá húsmóðurinni en hún er öll að skríða saman. Í kvöldmatinn verður íslenskt lambakjöt, hangikjöt og harðfiskur sem við fengum gefins eftir blótið nammi nammi namm.

Í dag er bolludagur og er ég búinn að skella í nokkur stykki af vatnsdeigsbollum, á þessu heimili vilja allir fá vatnsdeigsbollur með rjóma, búðing og sultu þannig að hér eru bollur í kaffinu. Hervar og Elvira fóru í búningum í morgun í skólann og vöggustofu í festelavnsfest.

Unglingurinn á heimilinu svaf uppí hjá okkur í nótt vegna magapestar sem var að hrjá hana, mér finnst æðislegt að hún vilji enn kúra uppí hjá okkur og vill hún helst vera á milli sem okkur finnst alls ekki leiðinlegt, það er líka svo notalegt að vakna á morgnana þegar börnin eru uppí.

Eigið góðan dag, ég ætla allaveganna að skemmta mér við matarát á þessum góða mánudegi:)

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

frábærar fréttir

Við fjölskyldan fengum æðislegar fréttir í gærkvöldi, við eigum von á heimsókn eftir rúmlega tvær vikur, afi, Sylvía og Theodór frændi ætla að koma til okkar. Við erum ótrúlega spennt enda ekki búinn að hitta þau í marga mánuði. Í morgun vöknuðu börnin kát og voru ekki lengi að rífa niður dagatalið og merkja inn á það og telja í leiðinni hversu margir dagar væru í gestina. Hervar er hoppandi kátur og búinn að skipuleggja bíóferð með afa og Margrét var ekki lengi að átta sig á því að hún gæti nú aldeilis farið með frænku sinni í bæjarferð því það er alltaf opið fyrsta sunnudaginn í nýjum mánuði!!! Allaveganna erum við ógeðslega spennt og ætla ég að njóta þess í botn að hafa þau hérna hjá okkur.

mánudagur, febrúar 12, 2007

Hvað er í gangi með mig, ég fór til Álaborgar á laugardaginn að vinna á þorrablótinu hjá íslendingafélaginu þar og skemmti mér óskaplega vel með fólki sem ég þekki nánast ekki neitt, alltaf gaman að kynnast nýju fólki, held ég sé orðinn sérfræðingur í því eftir að ég flutti til útlanda en allaveganna fórum við á skrall eftir þorrablótið og var ég ekki kominn heim til Árósa fyrr en undir morgun. Ég get sagt ykkur það að ég er búinn að vera ónýt manneskja eftir þessa ferð, þreytt, illt í hausnum og ég veit ekki hvað og hvað.......er þetta aldurinn að maður geti ekki fengið sér í glas og þá eru margir dagar ónýtir á eftir. Ég til dæmis ætlaði að vera svo dugleg að læra í gærkvöldi og þegar ég byrjaði að lesa var eins og stafirnir rynnu saman og yrðu að einhverju tungumáli sem ég gat engan veginn lesið. Í morgun eða núna á aldeilis að fara og koma sér af stað í lærdóm en ekkert gengur og ég er svo þreytt!!!!!

Hvernig verð ég á næstu helgi þegar þorrablótið verður hjá okkur þar sem ég ætlaði aldeilis að skemmta mér, við hjónin höfum ekkert farið saman í langan tíma svona eftir að snúlla okkar fæddist, hlakka geggjað mikið til, sixties verður að spila og Helga Braga verður veislustjóri.

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Theodór 1. árs í dag

Þessi sæti strákur á afmæli í dag, hann er 1. árs og þetta er hann Theodór frændi minn. Ég man hvað ég var ánægð þegar þú varst kominn í heiminn elsku frændi. Ég hef verið svo heppinn að fá að hitta hann nokkrum sinnum á þessu eina ári en verst þykir mér að hann man ekkert eftir mér og þekkir mig ekki neitt en úr því verður nú bætt um páskana þegar við komum í heimsókn þá er nú nokkuð víst að hann fær ekki nokkurn frið frá kjammi og knúsi frænku sinnar. Elsku frændi hafðu það allra best á afmælisdeginum þínum þó þú sért veikur í dag með einhverja leiðinda flensu.

kær afmæliskveðja frá okkur í Lystrup

mánudagur, febrúar 05, 2007

Enn ein helgin liðinn.....
Ég byrja í skólanum á morgun og nú er ekkert annað en að byrja að lesa og lesa og lesa, reyndar er annar áfanginn svolítið strembinn því mest allt lesefnið er á þýsku. Nú væri ekki slæmt að kunna þýsku en ekki kann ég hana þó það renni þýskt blóð í æðum mínum. Hvað á maður þá að gera?
Annars er allt við það sama hér, einhver drullupest hafi verið að stríða okkur og þá sérstaklega Hervar sem hefur fengið að finna fyrir henni. Strákurinn er búinn að vera inni síðan á mánudaginn í síðustu viku og krosslegg ég fingur að hann verði orðinn nógu góður til þess að fara í skólann á morgun....ég má ekki við því að missa af þýsku tímunum:)

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Ég þarf að fara á námskeið til að læra að mála mig. Mér finnst það reyndar ótrúlega leiðinlegt en þyrfti samt sem áður að fá leiðbeiningu í því hvernig á að gera. Fór og ætlaði nú aldeilis að versla málningardrasl í andlitið á mér og leit í rekkann og var eins og asni og vissi ekkert hvað ég átti að kaupa og til hvers allt þetta er notað. Ég horfði nefnilega á breskan þátt í gærkvöldi hvernig konur eiga að klæða sig eftir því hvernig þær eru í laginu, lærði reyndar fullt af triksum sem ég á ábyggilega eftir að nota, síðan byrjuðu konurnar að sýna hvernig maður ætti að mála sig fyrir þessi og þessi tilefni og hvað nauðsynlega maður ætti að eiga í skápnum heima. Ekki er ég þekkt fyrir að eiga snyrtivörur í massavís, fór svo í búðina og ætlaði aldeilis að fara eftir því sem þær bresku sögðu í þættinum en var svo áttavilt að ég bíð þangað til ég get fengið hjálp.
Plokkun á augnabrúnum, ég þoli það ekki, ég get ekki plokkað mig nema að grenja eins og lítið barn....þetta er það sem greyjið hárgreiðslukonan þarf að gera fyrir mig, guði sé lof fyrir hárgreiðslukonurnar!!