Danska lífið

miðvikudagur, september 27, 2006

verkfall.......

Þetta er nú meira ástandið hér í Danmörkinni, hér er verkfall, verkfall og ekkert nema verkfall. Það er búið að vera verkfall á vöggustofunni hennar Elviru síðan á mánudaginn í síðustu viku og í skóladagvistinni hans Hervars síðan á miðvikudaginn í síðustu viku sem þýðir bara eitt að ég hef ekkert komist í skólann og nýjustu verkfallsfréttir segja að það verði lokað fram á miðvikudag í næstu viku allaveganna. Ég er ekkert voðalega ánægð með þetta því að skólinn situr á hakanum þar sem ég næ ekki að mæta, ekki að lesa allt námsefnið og er að missa af 3 daga námskeiði sem ég þyrfti svo að fara á út af prófunum mínum í janúar. Gunni kom snemma heim í dag, það er búið að vera lokað hjá honum í klúbbnum en hann hefur verið í skólanum með krakkana sem hann er með en í dag fóru krakkarnir í verkfall í skólanum, já það gerist líka hér að börnin fara í verkfall!!! Gunni býst við að fara ekki í skólann á morgun þannig að ég ætla nýta tíman í að lesa á meðan hann er heima en vonandi verður hann ekki lengi heima því hann fær ekki borgað fyrir þá daga sem hann er í burtu í vinnunni. Æi þetta er frekar leiðinlegt ástandið hérna á okkur. Annars höfum við það bara voða fínt og krakkarnir orðnir frekar spenntir að fara til Íslands og er talið niður á hverjum degi. Litla skottið okkar skottast hér um og er orðinn hress eftir veikindin, hún er orðin voða dugleg að standa upp og labba af stað og finnst nú bara fyndið þegar hún dettur í gólfið og stendur þá bara upp aftur.

þriðjudagur, september 26, 2006

Hjálp!!!

Ég færði mig yfir á þetta svæði því mér fannst síðurnar miklu flottari á þessu svæði en á því sem ég var á en það reynist mér eitthvað erfitt að átta mig á því hvernig ég á að setja inn linka á síðuna, ég hef aldrei getað farið eftir einhverjum leiðbeiningum og virðist eins og þetta sé of erfitt fyrir mig en endilega skrifið mér í commenti ef þið getið hjálpað mér í gegnum þetta:)

mánudagur, september 25, 2006

Foreldraheppni



Ég á bestu foreldra í heimi, hér eru þau á góðri stund í sumar með krökkunum í Sommerland. Maður getur verið mis heppinn með foreldra en ég er svo lánsöm að eiga góða foreldra. Snemma í morgun rann bíll í hlaðið með stóran pakka frá ömmu og afa, held ég að krakkarnir eigi eftir að búa til búðing í dag, hvort það verði jarðaberja-, súkkulaði- , vanillu- eða karamellubúðingur það gæti orðið erfitt val. Auðvitað var í pakkanum eitthvað fyrir alla, mamma passar það að enginn verði skilinn útundan, stalst til að lesa í afmæliskort yngstu dóttur minnar og hér skrifa ég þennan pistil með tár í augunum, pabbi þú ert snillingur að koma orðum niðrá blað!!!
Maður segir aldrei of oft við þá sem maður þykir vænt um tilfinningar sínar til þeirra en ég elska ykkur mamma og pabbi!!!

sunnudagur, september 24, 2006

Nýtt blogg


Ég ákvað að breyta um bloggsíðu, var orðinn svo þreytt á hinni síðunni ég vona að það taki mig ekki langan tíma að læra inn á þessa síðu.
Setti inn mynd af snúllu minni sem er í dag veik með bullandi hita.