Held barasta að það sé komið sumar!!
Hvað er þetta eiginlega með danina og hunda. Það virðist eins og allir danir þurfa að eiga hunda og þá helst tvo, það er maður hér í hverfinu sem þarf að viðra hundinn sinn á morgnanna og hefur fundið sér þennan fína stað til þess hérna rétt fyrir aftan garðinn hjá okkur. Hann hefur tekið sér göngu með hundinn alltaf á sama tíma rétt yfir sjö og sleppur hundinum lausum og svo stendur maðurinn og smókar sig á meðan hundurinn mígur og skítur eins og hann eigi lífið að leysa og svo rölta þeir í burtu hundurinn og maðurinn og skilja eftir sig sígarettur og þvílíkan hundaskít. Svo fara börnin mín og annarra í hverfinu seinna um daginn og fara og leika sér þarna þar sem sígarettustubbarnir eru í massavís og hundaskíturinn flæðir út um allt (lekkert???). Hvað er í gangi með danina afhverju geta þeir ekki tekið upp skítinn eftir hundana sína, þetta er óþolandi!!!
Að öðrum aðeins skemmtilegri fréttum að þá er búið að vera geggjað veður hérna undanfarna daga og á það víst að halda áfram, hér er grilllykt úr hverjum kofa þegar líður að kvöldmat og maður situr úti á stuttermabolnum. Elvira elskar garðinn og er þar allan daginn, þegar hún vaknar á morgnanna vill hún helst fara út hún nær sér í stígvélin og segir ,,kassi kassi,, og vill þá komast í sandkassann, annars er helgin að mestu skipulögð ég er á leiðinni út í Ry sem er lítill bær ekki langt í burtu frá okkur og er ég að fara með foreldrafélaginu að skoða þennan stað fyrir verðandi ferð okkar þangað með bekkinn hennar Margrétar í júni. Gunni verður hér heima í pössunarstarfi því við verðum með auka tvö börn hjá okkur á laugardag eitthvað ætlar karlinn að gera í garðinum því grasið sprettur og sprettur og arfinn farinn að garga á okkkur. Á sunnudaginn ætlum við að reyna að komast í sveitarúnt og kíkja á nýja húsið hjá vinafólki okkar.
Góða helgi.