Danska lífið

mánudagur, febrúar 05, 2007

Enn ein helgin liðinn.....
Ég byrja í skólanum á morgun og nú er ekkert annað en að byrja að lesa og lesa og lesa, reyndar er annar áfanginn svolítið strembinn því mest allt lesefnið er á þýsku. Nú væri ekki slæmt að kunna þýsku en ekki kann ég hana þó það renni þýskt blóð í æðum mínum. Hvað á maður þá að gera?
Annars er allt við það sama hér, einhver drullupest hafi verið að stríða okkur og þá sérstaklega Hervar sem hefur fengið að finna fyrir henni. Strákurinn er búinn að vera inni síðan á mánudaginn í síðustu viku og krosslegg ég fingur að hann verði orðinn nógu góður til þess að fara í skólann á morgun....ég má ekki við því að missa af þýsku tímunum:)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

æí, það er nú leiðinlegt að Hervar sé veikur, alltaf vont þegar þessar dúllur veikjast. En þú ert nú svo mikil málamanneskja ég get ekki ímyndað mér annað en að þú krafsir þig framúr þessu. En það gerir mann mjög þreyttann þegar maður skilur lítið finnst mér, kostar mikla einbeitingu....

Gangi þér vel, kveðja Helga

8:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ÆÆÆi mér finnst allstaðar vera að ganga einhver helv.. pest 7913 hún hefur ekki enn náð inn á mitt heimili en þetta gengur yfir ...

Það er komin bloggsíða fyrir 76 árg. á skaganum vegna tilvonandi árgangsmóts http://blog.central.is/akranes76
endilega fylgstu með.
verðum í bandi fljótlega ok.

12:53 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home