Danska lífið

laugardagur, apríl 14, 2007

Við erum komin heim...

Við erum komin heim eftir góða páskaferð á íslandinu. Ferðin var æðisleg og nutum við þess að vera með fjölskyldu og vinum, ég held barasta að við höfum náð að heimsækja næstum alla þannig að takmarkinu var náð og var allstaðar var vel tekið á móti okkkur enda ekki við öðru að búast hjá svona góða fólki sem við þekkjum, takk kærlega fyrir okkur allir.

Nú tekur hversdagsleikinn við með mörgum ósvöruðum spurningum um hvað maður ætlar að verða þegar maður verður stór!!

Við komum heim í bong og blíðu og er spáð alveg geggjuðu veðri núna um helgina þannig að nú er ekkert annað en að taka upp garðhanskana og fara að vinna í garðinum. Við ætlum að girða garðinn þannig að snúlla nái ekki að hlaupa út á götu og svo á að fjárfesta í sandkassa. Ætli það verði ekki grillað á webbernum mikið næstu daga......

Góða helgi.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Velkomin heim, það er alltaf gott að koma heim til sín.

kveðja Helga

1:25 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það var æðislegt að hafa ykkur hér.. erum strax farin að sakna ykkar!

Nú styttist í að lille familien kommer og málar bæjinn rauðann.. hehe.. bara 8 vikur to go :)

Pöntuðum far í gær og við komum 6 juní :)

7:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Frábært að heyra hvað þetta var góð ferð hjá ykkur og ekki er verra að koma heim í svona veður eins og er núna ( sandkassi er súper fjárfesting ) bið að heilsa.

1:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir samveruna á Íslandi. Mikið var gaman að hitta ykkur og okkur hlakkar ekkert smá mikið til að heimsækja ykkur í Danmörku í sumar.
Kv. Kristrún.

1:53 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home