Við erum á leiðinni :)
Nú er aldeilis að styttast í íslandsferð okkar, við leggjum af stað í fyrramálið og er mikill spenningur í fjölskyldunni bæði hjá stórum sem smáum. Við hjónin fórum í verslunarferð í gær og keyptum okkur stóra ferðatösku í safnið enda veitir ekki af þegar fjölskyldan er orðinn þetta stór og farangurinn mikill. Unglingurinn á heimilinu vill helst taka fataskápinn sinn með, litla snúlla þarf sitt og ég þarf auðvitað mitt. Strákarnir á heimilinu eru ekkert að stressa sig yfir svona hlutum og það væri nóg fyrir þá að fara bara í fötunum sem þeir eru í og þá væru þeir ánægðir, það heyrðist oft í gærkvöldi þegar við vorum að byrja að pakka að það væru nú til þvottavélar á íslandi!!!
Ég fór í gær til læknis með Elviru og Hervar í tjékk og er Elvira kominn með vökva í lungun sem er ekki gott, hún hefur verið með mikinn hósta síðan fyrir jól og er ég búinn að fara oft og mörgum sinnum til læknis og kvarta undan þessu og þeim hefur ekkert fundist vera að henni fyrr en núna og hún kominn á pensilin kúr, læknirinn ætlaði næstum að setja okkur í farbann út af þessu og verð ég að koma aftur til læknis deginum eftir að við komum aftur og láta hlusta hana. Ég varð nú frekar fúl við þennan lækni og endaði viðtalið á því að segja við hana að hún hefði fyrir löngu síðan átt að fara á pensilin og væri þá ekki núna þetta slæm og hún kippti upp öxlunum og sagði þá að hún væri þó allaveganna betri í eyrunum núna en síðast arg arg........
Hlakka til að hitta ykkur öll á næstu dögum.................
13 Comments:
Góða ferð og góða skemmtun og takk fyrir að hafa hann Snorra minn með í för á leiðinni til Íslands.
Ég viðurkenni samt alveg að ég er ekkert alveg sátt við að þið farið í burtu frá okkur í heilar tvær vikur!!! ;o)
Vonandi gengur pencilínkúrinn vel svo að litla dúllan losni nú við þetta fyrir fullt og allt....um að gera að láta þá heyra það Christel!!!
úú ég er að farast úr spenningi og ég er ekki frá því að Gulla sé farið að hlakka smá til líka.. hann spurði allvega hvort það yrði ekki tekið spil :)
Elsku litla Elvira Agla mín.. vonandi lagast þetta eftir pencilinkúrinn.. Vorum annars að koma með Theodór úr rörum og allt gekk vel.
Sjáumst á morgun stóra besta systir mín!!!
Ég hlakka svo til að hitta þig Sylvía, auðvitað er Gulli að deyja úr spenningi þegar skemmtilegasta fólkið mætir á svæðið og auðvitað verður hann rústaður í spilum:)
Gott að heyra að Theodóri gekk vel í rörunum, hlakka svoooo til að knúsa hann á morgun.
Heiðrún það er nú lítið mál að taka son þinn með.....gott að vita að þið eigið eftir að sakna okkar:)
Gengur vel hjá okkur hjónum að troða pensilíninu í barnið og hún er kát og hress eins og allir á heimilinu.
Góða ferð, við hringjumst á í sambandi við hvaða dagur hentar best....
kveðja Helga
Verður gaman að sjá ykkur öll gangi ykkur vel í ferðalaginu. Knús Lóa.
Hringið í mig.
vona að þið njótið íslandsferðarinnar - ég bið að heilsa í saumó ef þið hittist ( ég hafði ekki tíma til að hitta neinn eða gera neitt að viti í minni stuttu ferð því miður) hafið það gott um páskana með öll íslensku páskaeggin ( er ekki alveg að fíla þessi dönsku) sjáumt hress og kát.
Jæja....er þetta ekki komið gott! Farið þið ekki að koma HEIM????
Gleðilega Páska;o)
Til lukku með daginn Christel mín! Láttu stjana vel við þig á Skaganum og njóttu dagsins í faðmi fjölskyldunnar :-)
Hlökkum til að fá ykkur ´heim´ aftur .
Nu er det Christel's fødselsdag, hurra, hurra, hurra!!!
Til hamingju með daginn elsku Christel og skemmtu þér vel!
Við hlökkum til að sjá ykkur aftur. Þið verðið bara í bandi í sambandi við að sækja ykkur;o)
Til hamingju með afmælið, ég rétt missti af þér uppi í Grundaskóla. Njóttu nú seinasta dagsins á íslandi í bili....
kveðja Helga og krakkarnir í Jörundarholti
Til hamingju með daginn um daginn ( betra seint en aldrei ) efast ekki um að þú hafir fengið að njóta hans ..... ertu ekki að fara að blogga eitthvað um ísl. lífið híhí!!!!
Sérð þú fram á að fara á árgangsmótið ????
Skrifa ummæli
<< Home