Nú er komið að því að kveðja árið 2006 með því að líta aðeins um öxl í grófum dráttum.
Í
janúar komum við aftur til Danmerkur eftir langt og gott jólafrí á Íslandi með litlu dóttur okkar ekki nema 3 mánaða og hin börnin okkar tvö.
Í
febrúar fæddist Sylvíu systur og Gulla yndislegur sonur sem fékk nafnið Theodór og varð því fjölgun í fjölskyldunni um þrjá á 6 mánuðum.
Við fórum á þorrablót og Margrét Saga söng mikið í kirkjunni í þessum mánuði.
Í
mars vorum við með okkar árlega öskudagsfest, þar sem við bjóðum fólki til okkar og er skilyrðið að allir eiga að koma í búningum og er borðað saman og kötturinn sleginn úr tunnunni. Síðan fengum við heimsókn frá Íslandi þar sem mamma, Sylvía og Theodór litli aðeins 6 vikna komu í heimsókn til okkar.
Apríl var afmælismánuður því ég varð 30 ára, fékk fullt af fínum gjöfum, þar á meðal fallegt hjól frá eiginmanninum, með körfu og öllu saman. Elsta dóttirinn vildi fá hjólið lánað einn daginn í skólann og auðvitað lánaði ég henni hjólið, þegar hún kom heim á hjólinu var hjólið ekki eins og þegar hún fékk það lánað, karfan fína var öll krambúleruð, stýrið var skakt, bjallan dottinn af, og önnur gjörðin öll í klessu, dóttirinn lenti sem sagt í því að hjóla inn í drengjahóp og datt á hausinn með þessum afleiðingum að hjólið varð fyrir þessum skaða, þannig að hjólreiðaferðirnar hafa ekki verið margar!!
Í
maí fór ég í skólann hans Hervars og var með fyrirlestur um Ísland og við hjónin áttum 3 ára brúðkaupsafmæli. Ég, Elvira og Hervar fórum í ferð út í Ebeltoft í dýragarðinn með árgangnum hans Hervars.
Í
júní átti Margrét Saga 12 ára afmæli og hélt veislu fyrir stelpurnar í bekknum sínum.
Í
júlí kom hitabylgja í baunalandi og tók á móti foreldrum mínum með sólskynsbrosi við misjafnar undirtektir gesta. Mömmu þótti ekki leiðinlegt að sleikja sólina en pabbi var nú ekki alveg að fýla hitann og þá ekki sérstaklega á nóttinni þar sem hann sofnaði á hverju kvöldi við ljúfan söng viftunnar. Nei í alvörunni þetta var hræðilegur hiti..., Elvira svaf t.d. í vagninum sínum bara á bleyjunni. Amma og afi komu í afmælið hans Hervars því Hervar hafði óskað sér það heitast að afi myndi mæta í 7 ára afmælið og óskin rættist. Hér var haldið strákapartý og var mikið fjör og læti. Amma bakaði fótboltavöll. Við rúntuðum um Danmörku í nokkra garða sem var æðislega skemmtilegt fyrir alla fjölskyldumeðlimi og ömmu og afa.
Í
ágúst fékk Margrét Saga góða heimsókn því Steinunn vinkona hennar kom hingað og var hjá okkur, þær fóru t.d. í grenjandi rigningu í sommerland og í tívolí. Margrét og Hervar byrjuðu í skólanum eftir sumarfríið og Elvira á vöggustofunni sinni aðeins 10 mánaða. Gunni byrjaði í nýju vinnunni sinni eftir að hafa tekið ákvörðun um að taka sér frí frá skólanum sínum í eitt ár.
Ég og Elvira skruppum í skyndiheimsókn til Íslands í viku þar sem enginn vissi af komu okkar nema mamma og tengdó, við gerðum margt skemmtilegt á þessum tíma og fórum m.a. í 1 árs afmæli Rakelar Katrínu frænku. Eftir heimkomuna byrjaði ég í skólanum mínum.
Septembermánuður og hluti af október fór aðallega í það að reyna að redda pössun eða ákveða hver ætti að vera í fríi út af verkfalli sem var á vöggustofum, skólum og SFO sem gerði mér frekar erfitt fyrir varðandi námið mitt. Gunni tók ansi marga frídaga í vinnunni þennan mánuðinn!!
Í
október varð Elvira Agla 1 árs og var bökuð kaka í tilefni dagsins. Hervar og Margrét Saga fóru í vetrarfrí til ömmu og afa til Íslands og var þar dekrað við þau, farið í sumarbústað og margt fleirra.
Í
nóvember tók Margrét þátt í Lego League og varð hópurinn hennar í 2. sæti og við tóku æfingar fyrir söngleikinn þar sem hún var í einu af aðalhlutverkunum, það gekk rosa vel hjá henni og öllum hinum krökkunum. Mánuðurinn fór mikið í foreldraviðtöl og skemmtanir í skólanum hjá krökkunum og lærdómi hjá mér.
Desembermánuðurinn er skemmtilegasti mánuðurinn á árinu finnst okkur, Margrét skrapp til Svíþjóðar í Lego keppni. Keypt var jólatré og skraut sem myndi þola smáar hendur og tætubuskur og virtist skrautið þola þetta allt. Fórum í nokkur julefest í skólanum hjá krökkunum og vöggustofunni hennar Elviru og Gunni fór í vinnunni í fest þar. Gunni varð 32 ára í þessum mánuði og buðum við nágrönnum okkar í léttan kvöldverð í tilefni dagsins. Fengum góða heimsókn frá Atlöntu, Sindra og Rakel Katrínu yfir jól og áramót og áttum góðar stundir með þeim yfir hátíðirnar. Jólaandinn sveif hér yfir húsið með því að fara í skötuveislu, fengum heimsókn frá jólasveininum á aðfangadag og fórum á jólaball, fengum brunch a la Sindri og sprendum upp sprengjur í ausandi rigningu. Litlu frænkurnar kíktu á bambana og gáfu þeim gulrætur. Gunni var í fríi um jólin og sá um að standa í eldhúsinu og eldaði handa okkur veislumat alla daganna eins og honum er einum lagið.
Ritgerðaskrif mín settu smá strik í jólin hjá mér en þetta hófst allt og nú er ég kominn í jólafrí í janúarmánuði:)
Við óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs og vonum að þið eigið gott ár framundan. Á þessu heimili hafa verið sett áramótaheit og nú er um að gera að standa við þau. En allra mikilvægasta áramótaheitið okkar er að láta okkur líða vel og hlúa vel að hvoru öðru, fjölskyldu og vinum.