Danska lífið

föstudagur, janúar 26, 2007


Í gær fór Elvira í strætó(hún segir busss) með tveimur pædagogum og tveimur vöggustofubörnum, rosa gaman að fara í strætó og brosti snúlla allan hringinn og heilsaði öllum vegfarendum með því að segja hæ og þegar komið var inn í strætó söng hún allan tíman. Pædagogarnir voru svo ánægðir með hana og sögðu við mig þegar ég kom að sækja hana að þetta hefði verið skemmtilegasta strætóferð sem þær hefðu farið í...hun var i meget godt humør.


Svo ég komi aðeins að skólamálum að þá er ég farin að bíða eftir einkununum og er að tryllast af stressi, mér finnst svo óþægilegt að vera að byrja í skólanum aftur og vita ekkert hvernig mér gekk í prófunum. Á mánudaginn endar fríið mitt og lærdómur tekur við.


Hvernig stendur á því að það sé svona dýrt að fljúga til Íslands? þetta er bara óþolandi og svo virðist enginn samkeppni vera hjá þessum tveimur flugfélögum því munurinn á verðinu um daginn þegar ég kannaði þetta voru rúmar 300 krónur á fargjaldi fyrir okkur fjölskylduna, mér finnst mikið að borga um 100.000 krónur með fjölskylduna til Íslands í frí um páskana, hvað finnst ykkur?

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ojj hvað það er dýrt að fyrir ykkur að koma heim.. vá ég er bara í sjokki.. ég skal safna í tombólu og fá fólk til að styrkja mig því ég verð að fá stóru systir heim um páskana!!

Elvira er sko algjör gullmoli.. skemmtilegt fyrir aðra strætógesti að vera í kringum svona gleðigjafa.. Sakna hennar endalaust mikið

3:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá, það er greinilega dýrt að fljúga heim um páskana. Ég vona að flugfélögin komi með eitthvað gott tilboð þannig að stórfjöldskyldan komist nú heim um páskana.

Elvíra er greinilega skemmtileg og opin persóna. Ég kannast aðeins við þessa opnu takta. Ég var t.d. að versla í Krónunni áðan og strákarnir spjölluðu og buðu góðan daginn við hina og þessa í búðinni. Það var reyndar par sem þóttist ekkert heyra í þeim og þá sagði Viktor við þau. Hvað eruð þið eitthvað hrædd við okkur:)

Þau eru nú yndisleg þessi börn og fá mann nú oft til að hlæja,
hafið það gott um helgina
Kveðja frá Kristrúnu.

12:28 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá hvað þetta er dýrt.
Ömurlegt að það sé engin samkeppni í þessu.
En vonandi komist þið á klakann um páskana og þá skal ég bjóða þér í heimsókn í nýja húsið sem á að vera fokhelt þá eða ég vona að það standist :)
En bestu knús og kossar til þín Christel mín og gangi þér vel í skólanum.

12:54 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég tek undir þetta með þér hvað það er dýrt að fljúga heim, tala nú ekki um bara aðra leiðina! Verst að við höfum fáa aðra kosti en að nýta þessa dýru þjónustu.

Gaman að heyra hvað Elvíra er með góðan húmor, hún hefur það nú ekki langt að sækja, á bæði yndisleg systkini og frábæra foreldra!

Þú þarft örugglega ekkert að vera hrædd við að fá einkunnirnar, þú brillerar í þessu. En ég skil spennuna vel....

kær kveðja Helga

2:23 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já það er ótrúlegt hvað farið er dýrt....en við látum það ekki stoppa okkur því við erum farinn að sakna ykkar allra:)

Frábær saga af bræðrunum, Elvira er greinilega eitthvað lík frændum sínum:)

Takk fyrir boðið Elsa Lára, hlakka mikið til að sjá húsið þitt.

3:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sammála hvað varðar samkeppni ég er að fara heim með mína familíu í mars og borgaði 127 þús og eitthvað fyrir það og þá eigum við eftir að greiða ferðina til kaupmannahafnar og það eru tæp 15 þús minnir mig. þannig að það er endalaust dýrt að fara í viku frí sem betur fer fáum við frítt fæði og húsnæði á meðan við dveljum áklakanum annars hefði maður aldrei efni á að kíkja heim í stuttan tíma. Ég bíð spennt eftir að flogið verði frá Billund vildi bara að það væri allt árið. búhúbúhú.... svona er þetta bara. Það er ótrúlega ódýrt af fara á svo marga aðra staði héðan en Ísland NEI TAKK ( þeir eyða hvort sem er um efni fram ) hehe. En Þessar strætóferðir eru alveg frábærar hjá krökkunum í leikskólunum Tinna alveg elskar það.

3:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home