Danska lífið

fimmtudagur, mars 22, 2007


Ég vona að þetta verði að veruleika (þessi frétt var á visi.is):


Milli Árósa og Kaupmannahafnar með háhraðalest á hálftíma. Árósar gætu orðið úthverfi Kaupmannahafnar og þessar tvær stærstu borgir Danmerkur á einu og sama atvinnusvæðinu verði hugmyndir samgöngumógúls að veruleika. Þetta yrði veruleikinn ef byggð yrði brú yfir Kattegat-sundið á milli Sjálands og Jótlands og segulhraðlest mundi flytja farþega á milli borganna tveggja á minna en hálftíma. Frá því er sagt í Jótlandspóstinum að borgarstjóra Árósa, Nicolai Wammen lítist mjög vel á tillöguna. Hann segir að ef hún yrði að veruleika væri það til mikilla hagsbóta fyrir borgirnar báðar og eins sér hann fyrir sér að framtíðarþéttbýlisuppbygging Danmerkur yrði meðfram seguljárnbrautinni á austurhluta Jótlands. Hann sér þá fyrir sér aukna ásókn alþjóðlegra stórfyrirtækja í að byggja upp höfuðstöðvar í Árósum. Margir þeir sem hafa tjáð sig um tillöguna, sem var fyrst birt í Jótlandspóstinum í gær, segja hana í besta falli framtíðarmúsík. Þar á meðal er prófessor í landafræði og skipulagi sem situr í þingnefnd um samgöngumál. Nokkrar aðrar tillögur um bættar samgöngur milli Sjálands og Jótlands voru kynntar í Jótlandspóstinum í gær, flestar einfaldari en þessi. Ein gerir ráð fyrir segulhraðlest yfir brýrnar sem þegar tengja Sjáland, Fjón og Jótland, önnur tillaga er að byggðir verði nýir innanlandsflugvellir og hraðbrautir breikkaðar. Ferðin milli Árósa og Kaupmannahafnar tekur nú rétt rúmlega þrjá klukkutíma með lest.


5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ohh hvað þetta væri æðislegt, það væri hægt að skreppa bara í kaffi ef maður færi í helgarreisu til köben. Í staðinn fyrir 6t fram og til baka.

ps. veistu annars hvað kostar í lestinna til ykkar

10:25 e.h.  
Blogger Bippi said...

Tetta væri nú algjör draumur í dós!! Sérstaklega ef ad verdid myndi lækka;o)

10:37 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það kostar að mig minnir í kringum 350 dkr á mann en fyrir börn borgar maður ekki nema maður vilji vera öruggur um sæti fyrir þau og þá kostar það 20 dkr á barn. Við vorum reyndar rosalega heppinn núna að fá orange miða og kostuðu þeir fyrir okkur öll 420 dkr frá Aarhus og til Köben og við erum öll í sætum. Það er möguleiki á að fá svona miða ef maður kaupir þá 28 dögum til viku áður en maður ætlar að leggja í hann.

Hlakka til að hitta ykkur eftir nokkra daga:)

Það er allt of dýrt í lestina finnst mér ég færi til Köben í helgarferðir ef þetta væri ekki svona dýrt. Vona að verðið eigi eftir að lækka en stórefast nú um það.

12:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það væri frábært ef þetta yrði að veruleika .... þá hefði ég tvo valkosti en hvorugur sérstaklega spennandi frá mínum stað en gott fyrir ykkur ( ég skelli mér þá ara til englands það er svipað verð minnir mig héðan frá.... en hvernig væri að reyna að fara að hittast við tækifæri ???

8:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér líst aldeilis vel á að fara að hittast Ásta Laufey enda er langt síðan að við ætluðum að kíkja í heimsókn til ykkar. Við erum á leið til Íslands og komum ekki aftur fyrr en 12. apríl en eftir það ætla ég að reyna að finna lausa helgi sem passar okkur báðum og við kíkjum á ykkur.

7:11 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home