verkfall.......
Þetta er nú meira ástandið hér í Danmörkinni, hér er verkfall, verkfall og ekkert nema verkfall. Það er búið að vera verkfall á vöggustofunni hennar Elviru síðan á mánudaginn í síðustu viku og í skóladagvistinni hans Hervars síðan á miðvikudaginn í síðustu viku sem þýðir bara eitt að ég hef ekkert komist í skólann og nýjustu verkfallsfréttir segja að það verði lokað fram á miðvikudag í næstu viku allaveganna. Ég er ekkert voðalega ánægð með þetta því að skólinn situr á hakanum þar sem ég næ ekki að mæta, ekki að lesa allt námsefnið og er að missa af 3 daga námskeiði sem ég þyrfti svo að fara á út af prófunum mínum í janúar. Gunni kom snemma heim í dag, það er búið að vera lokað hjá honum í klúbbnum en hann hefur verið í skólanum með krakkana sem hann er með en í dag fóru krakkarnir í verkfall í skólanum, já það gerist líka hér að börnin fara í verkfall!!! Gunni býst við að fara ekki í skólann á morgun þannig að ég ætla nýta tíman í að lesa á meðan hann er heima en vonandi verður hann ekki lengi heima því hann fær ekki borgað fyrir þá daga sem hann er í burtu í vinnunni. Æi þetta er frekar leiðinlegt ástandið hérna á okkur. Annars höfum við það bara voða fínt og krakkarnir orðnir frekar spenntir að fara til Íslands og er talið niður á hverjum degi. Litla skottið okkar skottast hér um og er orðinn hress eftir veikindin, hún er orðin voða dugleg að standa upp og labba af stað og finnst nú bara fyndið þegar hún dettur í gólfið og stendur þá bara upp aftur.