Danska lífið

mánudagur, janúar 22, 2007

Alltaf gaman að leika í þvottahúsinu


Mér var litið út um gluggan í morgun þegar ég var að vekja krakkana og hvað sé ég....snjór, snjór og börnin voru ekki lengi framúr, í föt, morgunmatur og út að leika fyrir skóla. Hervar minn kemst ábyggilega í heimsmetabók Guiness í hraðameti við morgunkornsát!!!
Allaveganna er ofboðslega fallegt veðrið hjá okkur algjör jólasnjór, kalt ohhhh svo notalegt ég var farinn að bíða eftir snjónum og greinilega krakkarnir líka.Gunni kom heim á aðfaranótt sunnudags eftir velheppnaða vinnuferð til Álaborgar, frekar þreyttur og lúinn eftir allan hljómsveitar hávaðann. Honum var vel fagnað á sunnudagsmorgninum þar sem Elvira fór upp í rúm til hans og strauk honum og kyssti og sagði pabba...pabba....


Ég og Elvira fórum í góðra vina hópi á sunnudagsmorgninum í bambagarðinn, það finnst okkur svo gaman(Hervar og Margrét eru ekki eins hrifinn enda voru þau heima) og vorum með gulrætur, ferðin var mjög skemmtileg eins og alltaf en Elvira varð fyrir því óláni að einn bambinn stangaði hana og hún datt aftur fyrir sig, sem betur fer segji ég bara að þá fór hornið(hann var bara með eitt horn) í magann á henni en ekki í andlitið á henni, mig langar ekki að hugsa þá hugsun til enda. Hér eftir þegar ég fer í garðinn mun ég forðast þennan bamba, hann fær allaveganna ekki fleirri gulrætur frá okkur og ætla ég að passa betur upp á það að hafa Elviru allan tímann í fanginu á mér á meðan við erum að gefa þeim!!

Annars er ég farinn að sakna ykkar allra, vina minna og fjölskyldu..............

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þetta eru greinilega hættulegir bambar þarna hjá ykkur.. vonandi er Elvira ekki orðin hrædd við þá eftir stangið.

Loksins loksins er hann Theodór að verða hitalaus, vorum að verða vitlaus á því að hanga bara inni.

Ég er farinn að sakna þín alveg rosalega stóra systir og væri alveg til í eina systraferð til danmerkur en það verður að bíða. Aldrei að vita nema þið kíkið í afmæli 8 feb :)

Kveðja Sylvía

4:08 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

það er nú gott að Theodór sé orðinn hress. Ætli við verðum ekki bara að halda upp á afmælið hans aftur í apríl.

Það ótrúlega er að sú stutta var ekki vitund hrædd eftir þetta, grét aðeins og virtist skelkuð eftir á en svo var allt í góðu eftir smá stund.

sakna þín ótrúlega mikið!!

4:18 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mikið verður gaman fyrir krakkana að fá að leika í snjónum. Við höfum heldur betur fengið fullt af snjó á nýja árinu. Strákarnir fara dag eftir dag á sleðum á leikskólan. Svaka sport!!

Héðan er annars allt gott að frétta. Allt að fara í gang í skólanum aftur. Ég þarf því heldur betur að fara að bretta upp ermar á ný :(

Gott að allt fór vel með Elvíru í bambagarðinum.

Heyrumst síðar.
Kv. Kristrún.

6:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

En gaman að það skyldi snjóa hjá ykkur krakkarnir auðvitað alveg í skýjunum. Er eiginlega alveg komin með nóg af snjónum og kuldanum hér í bili. Hafið það gott kveðja Lóa.
Hlakka til að sjá ykkur .

8:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með snjóinn Christel. Ef allir væru nú svona glaðir eins og þú að fá snjó. En það hefur heldur betur kólnað hjá okkur. Bara gott af því að segja, sé alveg fyrir mér haug af pöddum annars í sumar :-)

Það er stundum erfitt að sakna allra svona en líka gott því þá veit maður að þeir skipta mann miklu máli.

Hafið það gott í hlýjunni inni, kveðja Helga

10:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home