Danska lífið

þriðjudagur, mars 27, 2007

Við erum á leiðinni :)


Nú er aldeilis að styttast í íslandsferð okkar, við leggjum af stað í fyrramálið og er mikill spenningur í fjölskyldunni bæði hjá stórum sem smáum. Við hjónin fórum í verslunarferð í gær og keyptum okkur stóra ferðatösku í safnið enda veitir ekki af þegar fjölskyldan er orðinn þetta stór og farangurinn mikill. Unglingurinn á heimilinu vill helst taka fataskápinn sinn með, litla snúlla þarf sitt og ég þarf auðvitað mitt. Strákarnir á heimilinu eru ekkert að stressa sig yfir svona hlutum og það væri nóg fyrir þá að fara bara í fötunum sem þeir eru í og þá væru þeir ánægðir, það heyrðist oft í gærkvöldi þegar við vorum að byrja að pakka að það væru nú til þvottavélar á íslandi!!!


Ég fór í gær til læknis með Elviru og Hervar í tjékk og er Elvira kominn með vökva í lungun sem er ekki gott, hún hefur verið með mikinn hósta síðan fyrir jól og er ég búinn að fara oft og mörgum sinnum til læknis og kvarta undan þessu og þeim hefur ekkert fundist vera að henni fyrr en núna og hún kominn á pensilin kúr, læknirinn ætlaði næstum að setja okkur í farbann út af þessu og verð ég að koma aftur til læknis deginum eftir að við komum aftur og láta hlusta hana. Ég varð nú frekar fúl við þennan lækni og endaði viðtalið á því að segja við hana að hún hefði fyrir löngu síðan átt að fara á pensilin og væri þá ekki núna þetta slæm og hún kippti upp öxlunum og sagði þá að hún væri þó allaveganna betri í eyrunum núna en síðast arg arg........Hlakka til að hitta ykkur öll á næstu dögum.................

fimmtudagur, mars 22, 2007


Ég vona að þetta verði að veruleika (þessi frétt var á visi.is):


Milli Árósa og Kaupmannahafnar með háhraðalest á hálftíma. Árósar gætu orðið úthverfi Kaupmannahafnar og þessar tvær stærstu borgir Danmerkur á einu og sama atvinnusvæðinu verði hugmyndir samgöngumógúls að veruleika. Þetta yrði veruleikinn ef byggð yrði brú yfir Kattegat-sundið á milli Sjálands og Jótlands og segulhraðlest mundi flytja farþega á milli borganna tveggja á minna en hálftíma. Frá því er sagt í Jótlandspóstinum að borgarstjóra Árósa, Nicolai Wammen lítist mjög vel á tillöguna. Hann segir að ef hún yrði að veruleika væri það til mikilla hagsbóta fyrir borgirnar báðar og eins sér hann fyrir sér að framtíðarþéttbýlisuppbygging Danmerkur yrði meðfram seguljárnbrautinni á austurhluta Jótlands. Hann sér þá fyrir sér aukna ásókn alþjóðlegra stórfyrirtækja í að byggja upp höfuðstöðvar í Árósum. Margir þeir sem hafa tjáð sig um tillöguna, sem var fyrst birt í Jótlandspóstinum í gær, segja hana í besta falli framtíðarmúsík. Þar á meðal er prófessor í landafræði og skipulagi sem situr í þingnefnd um samgöngumál. Nokkrar aðrar tillögur um bættar samgöngur milli Sjálands og Jótlands voru kynntar í Jótlandspóstinum í gær, flestar einfaldari en þessi. Ein gerir ráð fyrir segulhraðlest yfir brýrnar sem þegar tengja Sjáland, Fjón og Jótland, önnur tillaga er að byggðir verði nýir innanlandsflugvellir og hraðbrautir breikkaðar. Ferðin milli Árósa og Kaupmannahafnar tekur nú rétt rúmlega þrjá klukkutíma með lest.


þriðjudagur, mars 20, 2007

Ég er reið í dag og alveg að gefast upp á skólalífi:(

Það er ekki oft sem ég verð virkilega reið og þarf þá mikið til. Í dag fór ég í skólan eins og alltaf á þriðjudögum ég átti tíma í vejledning(ráðgjöf varðandi ritgerðarskrif)hjá kennaranum ásamt stelpu sem ætlar að skrifa með mér ritgerðina í þessu fagi. Settumst niður og byrjuðum að spjalla og sögðum henni frá því hvað við ætlum að skrifa um og framvegis, síðan byrjar konan að spyrja okkur spurninga sem kom efninu ekkert við eins og hvaðan við kæmum og hvort við útlendingarnir vildum leggja það á okkur að skrifa ritgerð og það á dönsku. Við sögðumst báðar hafa gert það áður og gengið mjög vel EN þið eruð útlendingar og þurfið að láta dönskuna í ritgerðinni vera eins og hún væri skrifuð af dana segir konan, við segjum við hana að við látum lesa yfir fyrir okkur.......djöfulsins kennararnir eru ótrúlegir í þessu blessaða námi mínu, það er ekki verið að taka tillit til þess að maður sé útlendingur sem er að reyna að skrifa á dönsku og skoða þá frekar innihaldið í ritgerðinni heldur en að stimpla mann alltaf sem ÚTLENDINGINN. Það sem fer ógeðslega í taugarnar á mér er að þessi skóli gefur sig út fyrir að bjóða útlendingum að koma í skólan. Á síðustu önn var kennari að kenna mér sem byrjaði að segja það að þeir sem féllu í faginu væru útlendingar en ekki danirnir, ótrúlega uppbyggjandi fyrir mann. Er kominn á það að danirnir séu orðnir svo miklir rasismar að þeir gera sér ekki einu sinni grein fyrir því(get reyndar ekki stimplað alla dani). Er búinn að fá nóg af þessu............

sunnudagur, mars 18, 2007

Á þessu heimili vaknar lítil snót stundvíslega klukkan 6:15 á morgnana, enginn munur er á því hvort að það sé sunnudagur eða miðvikudagur. Hún vill fara í bólið klukkan 19:30 á kvöldin og vaknar svo kát, hress og ofboðslega svöng snemma á morgnana. Foreldrarnir eru misánægðir með þennan tíma sem stúlkan hefur valið sér þannig að það eru skiptivaktir um helgar. Þetta er í fyrsta skipti sem við upplifum að geta ekki sofið út um helgar en hver þarf svo sum á öllum þessum svefni að halda....... Nú eru miklar pælingar í gangi hvort að stúlkan eigi eftir að stilla sig inn á íslenska tíman þegar við mætum á svæðið þannig að við eigum kannski eftir að ræsa alla í elliheimilisblokkinni um fimmleytið á morgnana á virkum dögum og um helgar!!

Annars er allt gott að frétta af okkur, fórum í afmæli til feðgana á laugardaginn í B17 og átum á okkur gat af glæsilegum kræsingum. Ætluðum að vera ótrúlega dugleg og keyra sveitarúnt með krakkaskarann í dag en veðrið var svo leiðinlegt og við öll í náttfatastuði þannig að úr varð náttfatapartý með spólu og nammi, ótrúlega huggó, fengum síðan gesti í kaffi og vorum þá nýbúinn að hoppa í föt....bara ekta yndislegur og góður sunnudagur.

Vikan verður undirlögð í verkefnavinnu og lestur um námskrárgerð, kennsluáætlanir og kenningar í kringum uppeldisfræði, spennandi.

miðvikudagur, mars 14, 2007

Íslandsheimsókn

Erum búinn að panta okkur far til Íslands í páskafrí. Við komum 28. mars og verðum til 12. apríl, langt og gott frí. Við erum ótrúlega spennt og krakkarnir svo kátir með þetta. Hervar ætlar að dvelja langdvölum í hesthúsinu segir hann og Margrét ætlar að hitta vinkonur sínar og Ester Lind frænku sína sem hún getur ekki beðið eftir að hitta. Ohhh það verður svo gott fyrir krakkana að fá ömmu-, afa-, frænku- og frænda knús.
Við ætlum að reyna að vera rosa dugleg og fara í heimsóknir, ef þið viljið fá okkur í heimsókn þá endilega sendið okkur email svo við getum ákveðið dag því það er ótrúlegt sem dagarnir fljúga áfram þegar maður er á Íslandinu og ætlar að heimsækja alla þannig að nú er að taka frá dag....sendið okkur endilega mail á gunnarsturla@webspeed.dk

Takk elsku mamma og pabbi, þið eruð best!!!!

mánudagur, mars 12, 2007

Vorið er komið

Það er ekki annað hægt en að vera kátur, veðrið leikur við okkur það eru ca. 12 gráður í dag og sólin skín. Það er ótrúlegt hvað veðrið hefur áhrif á mann. Það er miklu skemmtilegra að vakna á morgnana þegar sólin skín inn um gluggan og fuglarnir syngja.....I love it!!

Heyrði reyndar að óvinir mínir væru farnir á stjá, já ég á nefnilega óvini sem heita MAURAR og þeir elska að koma í heimsókn til mín í fyrrasumar allaveganna. Ég bauð þeim ekki í heimsókn heldur komu þeir óboðnir og vildu ekki fara heim til sín aftur. Þeir eru ekki velkomnir í ár og vonandi verða þeir ekki það dónalegir að láta sjá sig. Nágranni minn er víst svo óheppinn að vera búinn að fá heimsókn, hef ekki séð þá ennþá hér og vonandi þora þeir ekki að koma því þá kem ég með eitrið og spreybrúsan á móti þeim og DREP þá!!

Helgin var annars yndisleg, vorum búinn að ákveða að vera ógeðslega dugleg að fara í heimsóknir á laugardaginn en hvar sem við komum eða hringdum að þá var enginn heima....humm hummm.
Ég var mjög dugleg að læra um helgina og var meira að segja að lesa á laugardagskvöldi þannig að ég er vel undirbúinn fyrir vikuna sem er góð tilfinning. Nú fara ritgerðaskrif að byrja aftur þannig að nú er að spýta í lófana.

Það væri gaman ef fólk kvittaði fyrir komuna á síðuna, suma daga eru um 50 gestir en fá komment. Alltaf gaman að sjá hverjir eru að lesa.

föstudagur, mars 09, 2007


Mér finnst ég ótrúlega heppinn að eiga þessi yndislegu börn, þau eru frísk, heilbrigð og skemmtileg og eru ótrúlega ólík, við höfum verið svo heppinn að eignast þrjú börn. Hugsið ykkur hvað það er ótrúlegt að maður geti eignast afkvæmi, það er ekki sjálfsagt að maður eignist afkvæmi og hvað þá heilbrigt. Ég elska börnin mín út af lífinu!!
Góða helgi.

þriðjudagur, mars 06, 2007

kveðjustund snökt, snökt........

Það er heldur betur tómlegt í kofanum núna eftir að gestirnir fóru frá okkur. Það var yndislegt að hafa gesti. Elvira talaði upp úr svefni í nótt litla skottan og kallaði ,,Theodooo Theodooo,, já hún var að kalla á frænda sinn hann Theodór sem hún leitar að og leitar út um allt hús eftir að hann fór og skilur ekkert í þessu. Þau voru svo yndisleg saman frændsystkinin, þau leiddust út um allt og knúsuðu og kysstu hvort annað, bara yndislegust. Í gærkvöldi þegar Elvira átti að fara að sofa kallaði hún afa, Syvvvía og Theodoooo og vantaði svo knús og koss frá þeim fyrir svefninn, æi vonandi verður ekki langt í það að hún fái afa og frænku og frænda koss aftur.
Afi fór með afastrákinn sinn í bíóferðir og þótti Hervari það nú ekki leiðinlegt. Margrét fékk sína stelpuferð í búðir sem hún hafði óskað sér og var verslað og verslað eins og við erum nú þekktar fyrir stelpurnar í fjölskyldunni.
Stærri börnin eru farinn að venjast því að þurfa að kveðja fjölskylduna og orðinn þeim mun vanari í að sætta sig við að það sé enginn til að knúsa þau nema mamma og pabbi. Æi ég sakna gestana alveg ótrúlega mikið, er farinn að vera svo meir þegar fólk fer frá okkur og vill helst halda í þau sem lengst.......ég held ég eigi aldrei eftir að þykja kveðjustundir vera auðveldar.

Annars er ég að fara til læknis með gríslingana mína, Hervar er búinn að kvarta undan eyrnaverk og hefur varla geta sofið né leikið sér fyrir verk þannig að nú á að kíkja á drenginn. Elvira hefur verið með hósta síðan fyrir jól og aldrei almennilega losnað við hann og er hún sérstaklega slæm á nóttinni og sefur því oft ekki nægilega vel. Hún er með grænt hor og augun í henni eru stokkbólgin þannig að vonandi fær hún eitthvað við þessu svo ég geti farið að komast í skólann.

Svo ég segi ykkur sögur af sjálfri mér þá er ég búinn að lenda í því á meðan gestirnir voru hjá mér að detta niður stiga og ganga á glugga....geri aðrir betur!!!