Danska lífið

sunnudagur, mars 18, 2007

Á þessu heimili vaknar lítil snót stundvíslega klukkan 6:15 á morgnana, enginn munur er á því hvort að það sé sunnudagur eða miðvikudagur. Hún vill fara í bólið klukkan 19:30 á kvöldin og vaknar svo kát, hress og ofboðslega svöng snemma á morgnana. Foreldrarnir eru misánægðir með þennan tíma sem stúlkan hefur valið sér þannig að það eru skiptivaktir um helgar. Þetta er í fyrsta skipti sem við upplifum að geta ekki sofið út um helgar en hver þarf svo sum á öllum þessum svefni að halda....... Nú eru miklar pælingar í gangi hvort að stúlkan eigi eftir að stilla sig inn á íslenska tíman þegar við mætum á svæðið þannig að við eigum kannski eftir að ræsa alla í elliheimilisblokkinni um fimmleytið á morgnana á virkum dögum og um helgar!!

Annars er allt gott að frétta af okkur, fórum í afmæli til feðgana á laugardaginn í B17 og átum á okkur gat af glæsilegum kræsingum. Ætluðum að vera ótrúlega dugleg og keyra sveitarúnt með krakkaskarann í dag en veðrið var svo leiðinlegt og við öll í náttfatastuði þannig að úr varð náttfatapartý með spólu og nammi, ótrúlega huggó, fengum síðan gesti í kaffi og vorum þá nýbúinn að hoppa í föt....bara ekta yndislegur og góður sunnudagur.

Vikan verður undirlögð í verkefnavinnu og lestur um námskrárgerð, kennsluáætlanir og kenningar í kringum uppeldisfræði, spennandi.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Alveg furðulegt þegar þessi kríli vilja vakna svona snemma. Maður skilur ekkert í þessu. En það er nú skiljanlegt þegar þau fara að sofa á svona skikkanlegum tíma og sofa svona lengi. Spurning um að fara bara sjálfur fyrr í bólið?

Hlakka til að sjá ykkur á Íslandi, Nína er líka orðin spennt að hitta Margréti.

Kveðja í kotið,
Helga og pökkunarliðið

9:58 f.h.  
Blogger Bippi said...

Það má allavega segja að dagurinn nýtist vel þegar að vaknað er snemma. Hún Hekla mín er farin að taka upp á því að vakna snemma en þá er ég að tala um hálf átta á morgnana;o)

Ertu búin að finna einhverja mynd sem að við getum farið á á miðvikudaginn?

4:48 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home