Danska lífið

þriðjudagur, mars 20, 2007

Ég er reið í dag og alveg að gefast upp á skólalífi:(

Það er ekki oft sem ég verð virkilega reið og þarf þá mikið til. Í dag fór ég í skólan eins og alltaf á þriðjudögum ég átti tíma í vejledning(ráðgjöf varðandi ritgerðarskrif)hjá kennaranum ásamt stelpu sem ætlar að skrifa með mér ritgerðina í þessu fagi. Settumst niður og byrjuðum að spjalla og sögðum henni frá því hvað við ætlum að skrifa um og framvegis, síðan byrjar konan að spyrja okkur spurninga sem kom efninu ekkert við eins og hvaðan við kæmum og hvort við útlendingarnir vildum leggja það á okkur að skrifa ritgerð og það á dönsku. Við sögðumst báðar hafa gert það áður og gengið mjög vel EN þið eruð útlendingar og þurfið að láta dönskuna í ritgerðinni vera eins og hún væri skrifuð af dana segir konan, við segjum við hana að við látum lesa yfir fyrir okkur.......djöfulsins kennararnir eru ótrúlegir í þessu blessaða námi mínu, það er ekki verið að taka tillit til þess að maður sé útlendingur sem er að reyna að skrifa á dönsku og skoða þá frekar innihaldið í ritgerðinni heldur en að stimpla mann alltaf sem ÚTLENDINGINN. Það sem fer ógeðslega í taugarnar á mér er að þessi skóli gefur sig út fyrir að bjóða útlendingum að koma í skólan. Á síðustu önn var kennari að kenna mér sem byrjaði að segja það að þeir sem féllu í faginu væru útlendingar en ekki danirnir, ótrúlega uppbyggjandi fyrir mann. Er kominn á það að danirnir séu orðnir svo miklir rasismar að þeir gera sér ekki einu sinni grein fyrir því(get reyndar ekki stimplað alla dani). Er búinn að fá nóg af þessu............

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Fáranlegt af kennara að segja svona. Ég er sammála þér að það sé innihaldið sem skipti mestu máli.
Mér finnst að þið ættuð að láta yfirmenn skólans vita af þessu. Þeir geta allavega ekki verið að bjóða útlendinga velkomna í skólann með þessu hugarfari.

Úr einu í annað.
Mikið verður nú annars gaman að fá ykkur heim. Ester Lind á afmæli deginum áður en þið komið, en við erum að spá í að halda fjölskylduafmæli á sunnudeginum eftir að þið komið heim.
Vonandi eruð þið ekki bókið alla þá helgi.
Kv. Kristrún:)

12:12 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

BÓKUÐ á það víst að vera

12:14 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

við mætum sko í afmæli....

8:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jeminn, maður fær bara tár í augun, frekar óskemmtileg aðför hjá kennaranum. Ég tek undir það sem Kristrún segir með að fara með þetta í yfirvald í skólanum. Svona framkoma er ekki eðlileg. Mjög uppbyggjandi fyrir ykkur eða þannig. Nú takið þið ykkur sko saman og gerið enn betri ritgerð heldur en þið hefður kannski hvort eð er gert og SÝNIÐ HENNI AÐ ÞIÐ ERUÐ SKO EKKERT SÍÐRI NEMENDUR. En skiljanlega dregur þetta úr manni orkuna...

Sendi þér styrk....
kv. Helga

8:43 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Christel

Ømurlegt. Svo er svo typiskt ad madur fattar fyrst eftir a allt thad tøffada sem madur hefdi att ad segja vid svona folk :)

Vid verdum eitthvad i nand vid Århus i sumar, kannski vid kikjum ef thid erud heima :)

Kvedja, Erla og ps. goda ferd heim a klakann bradum.....

11:52 e.h.  
Blogger Bippi said...

Tetta kallast ekki uppörvandi kennsluhættir! Frekar ömurlegt! En ef tú hefur virkilegan áhuga á náminu tínu lætur tú tetta ekki á tig fá!!

Gangi tér vel Christel mín;o)

10:41 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home